Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 18. mars 2023 19:13
Brynjar Ingi Erluson
Sjötta þrenna Haaland - „Þetta er bilun"
Mynd: EPA
Norski framherjinn Erling Braut Haaland hættir ekki að skora og var hann rétt í þessu að gera sjöttu þrennuna á fyrsta tímabili sínu með Manchester City.

Haaland skoraði fimm mörk í síðasta leik liðsins í 7-0 sigri á RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það var ekki nóg fyrir hann.

Hann er nú kominn með þrennu gegn Burnley í 8-liða úrslitum enska bikarsins.

Norðmaðurinn skoraði tvö mörk á þremur mínútum seint í síðari hálfleiknum og fullkomnaði þrennuna á 59. mínútu. Sjötta þrennan á tímabilinu. Haaland fór af velli fjórum mínútum síðar en staðan er 5-0.

Haaland er með 42 mörk í öllum keppnum og er nú sjötti leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem skorar 40 mörk eða meira á einu tímabili. Hann er tveimur mörkum frá því að jafna met Ruud van Nistelrooy frá 2003 er hann gerði 44 mörk og enn nóg eftir af tímabilinu.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner