Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
   þri 18. mars 2025 23:15
Kári Snorrason
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Orri er ánægður með úrslit dagsins.
Orri er ánægður með úrslit dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hafði betur gegn ÍR í undanúrslitum Lengjubikarsins fyrr í kvöld. Liðin skildu jöfn að eftir 90 mínútur en þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Valur mætir Fylki í úrslitum næstkomandi laugardag. Orri Sigurður Ómarsson og Patrick Pedersen skoruðu mörk Vals, Orri kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  5 ÍR

„Þetta var flottur leikur, óheppnir að lenda manni undir. Menn stigu upp alls staðar á vellinum, hvort sem það var markvörður okkar að verja víti eða menn að hlaupa fyrir hvorn annan."

Ögmundur Kristinsson, markvörður Vals var rekinn af velli eftir um hálftíma leiks.

„Mér fannst Ömmi vera á undan í boltann og verið að gera sig breiðann. Ég held að hann hafi ekki verið að gefa neinum olnbogaskot viljandi. Hann (dómarinn) vildi meina að Ömmi hafi farið í hann og slegið eitthvað til hans, ég held að það sé bara ekki rétt."

„Við höldum okkar skipulagi, hvort sem við erum manni færri eða ekki. Skorum bæði mörkin úr föstum leikatriðum, gerðum vel þar."

Valur hefur verið að spila með þriggja manna varnarlínu á undirbúningstímabilinu.

„Það er flott, ákveðið fyrirbæri sem mörg lið eru búin að gera. Við erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur. Við erum líka að fá fleiri nýja leikmenn sem líta vel út."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir