Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   þri 18. mars 2025 23:15
Kári Snorrason
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Orri er ánægður með úrslit dagsins.
Orri er ánægður með úrslit dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hafði betur gegn ÍR í undanúrslitum Lengjubikarsins fyrr í kvöld. Liðin skildu jöfn að eftir 90 mínútur en þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Valur mætir Fylki í úrslitum næstkomandi laugardag. Orri Sigurður Ómarsson og Patrick Pedersen skoruðu mörk Vals, Orri kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  5 ÍR

„Þetta var flottur leikur, óheppnir að lenda manni undir. Menn stigu upp alls staðar á vellinum, hvort sem það var markvörður okkar að verja víti eða menn að hlaupa fyrir hvorn annan."

Ögmundur Kristinsson, markvörður Vals var rekinn af velli eftir um hálftíma leiks.

„Mér fannst Ömmi vera á undan í boltann og verið að gera sig breiðann. Ég held að hann hafi ekki verið að gefa neinum olnbogaskot viljandi. Hann (dómarinn) vildi meina að Ömmi hafi farið í hann og slegið eitthvað til hans, ég held að það sé bara ekki rétt."

„Við höldum okkar skipulagi, hvort sem við erum manni færri eða ekki. Skorum bæði mörkin úr föstum leikatriðum, gerðum vel þar."

Valur hefur verið að spila með þriggja manna varnarlínu á undirbúningstímabilinu.

„Það er flott, ákveðið fyrirbæri sem mörg lið eru búin að gera. Við erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur. Við erum líka að fá fleiri nýja leikmenn sem líta vel út."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir