Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   þri 18. mars 2025 23:15
Kári Snorrason
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Orri er ánægður með úrslit dagsins.
Orri er ánægður með úrslit dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hafði betur gegn ÍR í undanúrslitum Lengjubikarsins fyrr í kvöld. Liðin skildu jöfn að eftir 90 mínútur en þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Valur mætir Fylki í úrslitum næstkomandi laugardag. Orri Sigurður Ómarsson og Patrick Pedersen skoruðu mörk Vals, Orri kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  5 ÍR

„Þetta var flottur leikur, óheppnir að lenda manni undir. Menn stigu upp alls staðar á vellinum, hvort sem það var markvörður okkar að verja víti eða menn að hlaupa fyrir hvorn annan."

Ögmundur Kristinsson, markvörður Vals var rekinn af velli eftir um hálftíma leiks.

„Mér fannst Ömmi vera á undan í boltann og verið að gera sig breiðann. Ég held að hann hafi ekki verið að gefa neinum olnbogaskot viljandi. Hann (dómarinn) vildi meina að Ömmi hafi farið í hann og slegið eitthvað til hans, ég held að það sé bara ekki rétt."

„Við höldum okkar skipulagi, hvort sem við erum manni færri eða ekki. Skorum bæði mörkin úr föstum leikatriðum, gerðum vel þar."

Valur hefur verið að spila með þriggja manna varnarlínu á undirbúningstímabilinu.

„Það er flott, ákveðið fyrirbæri sem mörg lið eru búin að gera. Við erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur. Við erum líka að fá fleiri nýja leikmenn sem líta vel út."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir