Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 18. apríl 2021 21:45
Aksentije Milisic
Parker pirraður á að jöfnunarmark Arsenal fékk að standa
Arsenal og Fulham gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem Arsenal jafnaði leikinn seint í uppbótartímanum.

Josh Maja kom Fulham yfir úr vítaspyrnu en Eddie Nketiah jafnaði leikinn á 97. mínútu leiksins.

Nketiah náði þá frákastinu eftir að Alphonse Areola hafði varið boltann út í teiginn. Scott Parker var ekki sáttur eftir leik og vildi meina að markið hefði átt að vera dæmt af vegna rangstöðu.

„Ég þekki leikinn þannig að þegar andstæðingurinn stendur í rangstöðu, um tveimur metrum frá marklínunni, þá er það rangstæða, kannski er það ekki þannig lengur," sagði pirraður Parker.

Ljóst er að þetta mark hafi farið langt með að fella Fulham en liðið mátti alls ekki við því að misstíga sig í fallbaráttunni í dag. Markið hjá Nketiah má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner