Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fim 18. apríl 2024 18:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dier: Gaman að slá Arsenal úr leik
Mynd: Getty Images

Bayern Munchen er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur á Arsenal í gær.


Fyrri leikur liðanna á Emirates vellinum lauk með 2-2 jafntefli en Joshua Kimmich tryggði Bayern sigurinn með eina marki leiksins á Allianz Arena í gær.

Fyrrum Tottenham mennirnir Eric Dier og Harry Kane voru báðir í byrjunarliði Bayern í leiknum.

Dier var spurður að því eftir leikinn hvort það hafi verið sætara að þetta hafi verið gegn Arsenal.

„Til að vera hreinskilinn þá var gaman að slá Arsenal úr leik," sagði Dier.


Athugasemdir
banner
banner