„Bara jákvæðir hlutir til þessa, náttúran er svolítið öðruvísi en ég er vanur og þetta er mjög spennandi," sagði Marcel Römer, nýr leikmaður KA, við Fótbolta.net eftir æfingu KA liðsins í gær. Römer, sem er 33 ára, kom til Íslands á miðvikudag en hann kemur til KA frá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, þar sem hann var fyrirliði.
„Við vildum nýtt ævintýri, sjá eitthvað annað og ég verð að segja að þetta er allt öðruvísi en flatneskjan í Danmörku."
Danski miðjumaðurinn spilar að öllum líkindum sinn fyrsta leik í dag þegar KA fær KFA í heimsókn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Þessir fyrstu dagar, leikir og vikur, verða fyrir mig að læra á hópinn og leikstílinn. Ég þarf að aðlagast eins fljótt og hægt er."
„Við vildum nýtt ævintýri, sjá eitthvað annað og ég verð að segja að þetta er allt öðruvísi en flatneskjan í Danmörku."
Danski miðjumaðurinn spilar að öllum líkindum sinn fyrsta leik í dag þegar KA fær KFA í heimsókn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Þessir fyrstu dagar, leikir og vikur, verða fyrir mig að læra á hópinn og leikstílinn. Ég þarf að aðlagast eins fljótt og hægt er."
Römer er mættur til Akureyrar af fótboltalegum ástæðum. Hann var ekki mikið að spila með Lyngby og var að renna út á samningi í sumar. Hann fékk leyfi frá Lyngby til að fara annað þó að samningurinn væri ekki útrunninn.
„Þetta er metnaðarfullt félag sem ætlar sér sæti í efri hlutanum, ég heyri líka að það er mikil bikarsaga. Núna strax er mikilvægur leikur, möguleiki að komast áfram og við viljum fara eins langt og hægt er í bikarnum. Ég get ekki beðið eftir því að hjálpa liðinu og reyna ná að afreka eins mikið og hægt er á Akureyri."
Hann segir að hugmyndin að fara til Íslands hafi upphaflega byrjað sem grín. Hann setti sig í samband við fyrrum liðsfélaga sinn, Eggert Gunnþór Jónsson, og úr varð að KA setti sig í samband við hann.
„Við erum að mæta Eggerti á morgun, þetta var í raun grín þegar ég hafði samband við hann fyrir 3-4 vikum síðan. Ég vildi prófa eitthvað annað þegar samningurinn rynni út í sumar. Ég spurði hvort hann gæti sett sig í samband við þá sem hann þekkir hér á Íslandi og hann var meira en klár í það. Hann hringdi aftur í mig fyrir tíu dögum eftir að hafa rætt við Hadda," segir Römer sem segist ekki hafa rætt við önnur félög á Íslandi.
Haddi, Hallgrímur Jónasson, spilaði oft á móti Römer í dönsku úrvalsdeildinni og hafa þeir báðir verið á mála hjá Lyngby og SönderjyskE.
„Ég man eftir að hafa spilað gegn honum, hann var í tveimur af mínum fyrrum félögum en við vorum ekki þar á sama tíma, og ég man vel eftir honum. Ég held að hugarfar Íslendinga sé mjög svipað hjá öllum og ég hef spilað með mörgum Íslendingum og hef ekkert nema jákvæða hluti að segja um þá. Ég þarf núna að kynna mér tungumálið, venjast því og kannski þurfa liðsfélagarnir að tala meiri ensku. Það er stórt verkefni."
Þá að Eggerti sem kemur til Akureyrar í dag. „Ég er mjög spenntur að hitta hann. Hann hefur verið í Kaupmannahöfn vegna þjálfaranámsins en við höfum ekki náð að hittast. Í fótbolta eignastu ekki marga mjög góða vini, en hann er klárlega einn af þeim. Við höfum haldið sambandi síðustu sex ár þó að við höfum ekki náð að hittast. Ég vona að við náum að hittast meira en bara rétt eftir að við vinnum þá í leiknum."
Römer leiðrétti undirritaðan þegar hann talaði um að Daninn ætti 250 úrvalsdeildarleiki í heimalandinu, réttar er að segja að talan sé rétt um 300, eða 298 samkvæmt Transfermarkt. Spurningin var út í Evrópuleiki en KA, sem ríkjandi bikarmeistari, fer í forkeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Á sínum tíma lék Römer sex leiki í forkeppni Evrópudeildarinnar þegar hann var hjá SönderjyskE.
„Auðvitað er það eitthvað sem mig langar að gera, ég prófaði að spila Evrópuleiki eitt tímabilið með SönderjyskE. Ég held að fyrir alla krakka sé það draumur að spila í Evrópu og það yrði mjög ánægjulegt að ná að gera það aftur."
Hann segir að það sé mjög erfitt að fara frá Lyngby á þessum tímapunkti en liðið er í harðri fallbaráttu. Liðið tapaði gegn SönderjyskE í gær sem gerir hlutina enn erfiðari fyrir liðið. Hann ræðir um Lyngby og Frey Alexandersson í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst. Í lokin var hann svo spurður út í formið á sér en hann hefur, eins og fyrr segir, nánast ekkert spilað að undanförnu.
„Formið væri auðvitað betra ef ég væri að spila alla sunnudaga, þannig ætti það að vera. Ég þekki mig og líkamann, veit að þetta tekur 2-3 vikur og þá verð ég kominn á þann stað sem ég á að vera á. Ég ætla reyna halda í við strákana næstu vikurnar, tek kannski aukahlaup eftir æfingar. Vonandi fæ ég mínútur gegn KFA og byrja þannig að koma mér í gang. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu," sagði Römer og brosti.
Leikur KA gegn KFA fer fram á Greifavellinum og hefst klukkan 17:30.
Athugasemdir