Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   fös 18. maí 2018 11:58
Magnús Már Einarsson
Laugardalsvelli
Albert Guðmunds: Verður að spyrja Sigga út í númerið
Icelandair
Albert á æfingu landsliðsins í morgun.
Albert á æfingu landsliðsins í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson segir að það hafi verið mikil gleði sem fylgdi því að fá SMS fyrir viku síðan þar sem honum var tilkynnt að hann myndi fara með íslenska landsliðinu á HM.

„Það var rætt í Bandaríkjunum að við myndum fá SMS skilaboð með hópnum. Maður var aðeins að refresha símann," sagði Albert léttur við Fótbolta.net í dag.

Albert er á mála hjá hollensku meisturunum í PSV Eindhoven en hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu undir lok tímabils eftir mikla bekkjarsetu í vetur.

„Ég er ánægður með hverja mínútu inni á vellinum. Auðvitað hefði ég heilt yfir viljað fá fleiri mínútur en það var erfitt fyrir þjálfarann að breyta liðinu þegar við vorum að vinna hvern einasta leik. Vonandi fæ ég fleiri tækifæri á næsta tímabili. Við stóðum okkur vel á þessu tímabili og þeir gætu þurft að selja leikmenn," sagði Albert sem reiknar með að vera áfram hjá PSV næsta vetur.

„Ef það kemur eitthvað skemmtilegt upp þá myndi ég skoða það en ég held að PSV sé besti stökkpallurinn ef ég fæ að spila. Ég held að ég fái alltaf fleiri tækifæri en á þessu tímabili. Það er bara spurning hversu mörg þau verða."

Athygli vakti að Albert verður númer 4 á HM í sumar en það er treyjunúmer sem varnarmenn eru oftast í.

„Ég fékk ekkert að velja um það. Þú verður að spyrja Sigga út í þetta. Ég ætla ekkert að grenja þetta, ég er bara sáttur að vera í hópnum. Auðvitað er þetta kannski ekki númerið sem ég myndi velja en ég tek því bara."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir