„Frábærlega," sagði Hemmi Hreiðars þegar Fótbolti.net spurði hann hvernig lífið í Marseille væri að fara með sig.
Hann er kominn til að sjá leik Íslands og Ungverjalands í kvöld og er hann er ansi bjartsýnn fyrir leik kvöldsins.
Hann er kominn til að sjá leik Íslands og Ungverjalands í kvöld og er hann er ansi bjartsýnn fyrir leik kvöldsins.
„Maður er að þjálfa á Íslandi þannig maður valdi þennan leik í smá helgarfrí, mæta á völlinn og vera vitni af fyrsta sigri Íslands á EM. Ég er 110%. Þetta fer 2-0."
Hann er ekki bara bjartsýnn fyrir leik kvöldins heldur mótinu í heild.
„Ætli maður komi ekki á úrslitaleikinn, það er skrifað í skýin að við erum að fara að klára þessa keppni."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.
FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir






















