Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 18. júní 2021 09:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Óli farinn frá Keflavík (Staðfest)
Ísak Óli og markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson.
Ísak Óli og markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík hefur staðfest það að miðvörðurinn Ísak Óli Ólafsson er farinn aftur til Danmerkur.

Ísak Óli er að ganga í raðir Esbjerg í dönsku B-deildinni frá SönderjyskE.

Ísak hefur verið í láni hjá uppeldisfélagi sínu, Keflavík, frá SönderjyskE. Hann er búinn að spila sex leiki í Pepsi Max-deildinni í sumar en þeir verða ekki fleiri í bili.

Tilkynning Keflavíkur
Eftir að hafa komið aftur heim til Keflavíkur á láni frá Danska úrvalsdeildarliðinu SønderjyskE sem keypti Ísak frá okkur 2019. Lánssamningurinn átti að gilda út ágúst en danska liðið Esbjerg hefur keypt Ísak og heldur hann til Danmerkur aftur í dag og gengst undir læknisskoðun á sunnudag hjá Esbjerg.

Það var virkilega ánægjulegt að sjá Ísak aftur í Keflavíkurtreyjunni og hann er að sjálfsögðu alltaf velkominn aftur. Núna vonum við að okkar maður springi út og sýni sínar allra bestu hliðar í Danaveldi!

Takk Ísak og áfram Keflavík!
Athugasemdir
banner
banner
banner