Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 18. júní 2021 15:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sindri Kristinn: Var eiginlega dálítið meira en lífsnauðsynlegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík vann 2-0 sigur gegn HK á miðvikudag og var það annar sigur Keflavíkur í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Keflavík var fyrir leikinn í botnsæti deildarinnar en lyfti sér upp fyrir ÍA með sigrinum. Sindri Kristinn Ólafsson varði mark Keflavíkur í leiknum, líkt og í öðrum leikjum í sumar og heyrði Fótbolti.net í markverðinum í dag.

Var það léttir að vinna þennan leik?

„Já það má alveg segja það. Það voru margir að segja að þetta hafi verið lífsnauðsynlegt en þetta var eiginlega dálítið meira en það því við hefðum farið svo rosalega langt aftur úr ef við hefðum tapað þessum leik. Í staðinn erum við allt í einu komnir á sama stað og þessi lið og eigum leik inni. Þetta opnar möguleika fyrir okkur upp á framhaldið," sagði Sindri.

Gott að halda markinu hreinu?

„Það er mjög gott að halda hreinu og báðir sigurleikirnir okkar eru 'clean sheet'. Þú ert alltaf mun líklegri til að vinna leiki ef þú færð ekki á þig mark," sagði Sindri við Fótbolta.net í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 - 0 HK
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner