Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 18. júní 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM í dag - Ronaldo lokar fyrstu umferðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu tveir leikir fyrstu umferðar Evrópumótsins fara fram í dag og í kvöld. Tyrkland mætir Georgíu í nágrannaslag í dag, áður en Cristiano Ronaldo gæti leitt Portúgal út á völlinn í áhugaverðum slag gegn Tékklandi.

Liðin leika öll í F-riðli mótsins en fyrstu leikjunum er lokið í öllum öðrum riðlum.

Það er langt síðan Tyrkland var með jafn sterkt landslið og þeir eru með í dag og verður áhugavert að sjá hvernig Georgíu gengur í sinni frumraun á Evrópumótinu.

Hinn umtalaði Khvicha Kvaratskhelia verður þar í fremstu víglínu, en það eru afar fáir fótboltasérfræðingar sem búast við að Georgíumenn næli sér í meira en eitt eða tvö stig í riðlakeppninni.

Portúgal spilar svo við Tékkland en þessar þjóðir hafa einungis mæst fjórum sinnum frá aldamótum og þar hafa Portúgalir alltaf haft betur.

Portúgalir unnu síðast tvo leiki gegn Tékklandi í Þjóðadeildinni 2022, samanlagt 6-0.

Leikir dagsins:
16:00 Tyrkland - Georgia
19:00 Portúgal - Tékkland
Athugasemdir
banner
banner
banner