Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   þri 18. júní 2024 21:50
Kári Snorrason
Ólafur Kristófer átti nokkrar úrslitavörslur: Gekk vel hjá mér í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir fékk Vestra í heimsókn fyrr í kvöld, leikar enduðu 3-2 fyrir Árbæingum í stórskemmtilegum leik. Þetta er annar sigur Fylkis í Bestu-deildinni í sumar. Ólafur Kristófer var á sínum besta degi í marki Fylkis en hann kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  2 Vestri

„Þetta var frábær leikur, geggjuð stig að fá. Það var klárlega eitthvað sem við hefðum getað bætt en gerðum margt mjög vel."

Ólafur varði vel undir lok leiks

„Það gekk vel hjá mér í dag, sérstaklega undir lokin. Það komu tvö skot og gott að fá þessar vörslur."

„Strákarnir eru mjög sáttir eins og staðan er núna. Við verðum bara að halda áfram og taka þetta inn í næstu leikjum."

Daði Ólafsson var í leikmannahópi Fylkis en hann er búinn að glíma við krossbandaslit í tæpt eitt og hálft ár.

„Það er geggjað að fá hann til baka. Hann er búinn að vera duglegur að æfa síðan að hann kom úr þessum erfiðu meiðslum. Ég get ekki beiðið eftir að sjá hann aftur inná vellinum.
Athugasemdir
banner
banner