Fylkir fékk Vestra í heimsókn fyrr í kvöld, leikar enduðu 3-2 fyrir Árbæingum í stórskemmtilegum leik. Þetta er annar sigur Fylkis í Bestu-deildinni í sumar. Ólafur Kristófer var á sínum besta degi í marki Fylkis en hann kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 2 Vestri
„Þetta var frábær leikur, geggjuð stig að fá. Það var klárlega eitthvað sem við hefðum getað bætt en gerðum margt mjög vel."
Ólafur varði vel undir lok leiks
„Það gekk vel hjá mér í dag, sérstaklega undir lokin. Það komu tvö skot og gott að fá þessar vörslur."
„Strákarnir eru mjög sáttir eins og staðan er núna. Við verðum bara að halda áfram og taka þetta inn í næstu leikjum."
Daði Ólafsson var í leikmannahópi Fylkis en hann er búinn að glíma við krossbandaslit í tæpt eitt og hálft ár.
„Það er geggjað að fá hann til baka. Hann er búinn að vera duglegur að æfa síðan að hann kom úr þessum erfiðu meiðslum. Ég get ekki beiðið eftir að sjá hann aftur inná vellinum.
Athugasemdir