Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 18. júlí 2022 09:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rotherham
Þjálfarinn spurður út í Elínu - Ein af fjórum sem hefur ekkert spilað
Icelandair
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fjórir útileikmenn sem eru ekki búnir að koma neitt við sögu á EM í sumar.

Það eru Amanda Andradóttir, Elín Metta Jensen, Guðný Árnadóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir.

Það vekur kannski sérstaka athygli að Elín Metta hefur ekkert spilað á mótinu. Hún er sóknarmaður sem getur alltaf skorað mörk, en Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, er ekkert búinn að nýta hennar krafta á mótinu.

Steini var spurður út í Elínu á fréttamannafundi í gær og þá sagði hann:

„Mér finnst bara Svava, Sveindís og Berglind hafa verið góðar og þess vegna finnst mér ég ekkert þurfa að vera breyta."

Hann er búinn að velja þessar þrjár fram yfir Elínu í leikjunum til þessa. Það var umræða um það fyrir mót hvort að hann ætti að velja Elínu þar sem hún hafði ekki alveg náð að finna sinn besta takt með Val í Bestu deildinni heima á Íslandi, en hún var valin og það hefur vakið athygli að hún hefur ekkert spilað til þessa.

Kannski breytist það eitthvað í dag þegar Ísland spilar við Frakkland í lokaleik sínum í riðlinum á EM.
Athugasemdir
banner