Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   þri 18. júlí 2023 16:58
Elvar Geir Magnússon
Elías Rafn lánaður til CD Mafra (Staðfest)
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson spilar með portúgalska liðinu CD Mafra á komandi tímabili.

Midtjylland hefur staðfest þetta en danska félagið lánar hann og segir á heimasíðu sinni að með þessu haldi þróun hans áfram og hann verði reynslumeiri þegar hann snýr aftur að ári liðnu.

Sagt er að Elíasi sé ætlað lykilhlutverk hjá Mafra sem er í portúgölsku B-deildinni. Midtjylland og Mafra eru í nánu samstarfi þar sem danska félagið lánar stundum leikmenn út.

„Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að Elías fari í þetta hlutverk þar sem hann á möguleika á að spila 40 leiki í háum styrkleika. Við teljum hann vera framtíðarmann hjá okkur," segir Svend Graversen, íþróttastjóri Midtjylland.

Elías er 23 ára og á fjóra A-landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner