Manchester United hefur gengið frá kaupum á franska miðverðinum Leny Yoro frá Lille. Þetta kemur fram í tilkynningu enska félagsins í kvöld.
Yoro er 18 ára gamall og talinn allra efnilegasti miðvörður sinnar kynslóðar.
Varnarmaðurinn lék sinn fyrsta aðalliðsleik með Lille árið 2022 og varð þá næst yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir félagið á eftir Joël Henry.
Real Madrid var talinn líklegasti áfangastaður Yoro, sem hefði minnt á það þegar Raphael Varane fór til Real frá Lens árið 2011, en Madrídingar voru ekki reiðubúnir að greiða uppsett verð.
Man Utd setti sig í bílstjórasætið og bauð 52 milljónir punda sem Lille samþykkti. Félagið náði samkomulagi við leikmanninn á dögunum og gekkst hann undir læknisskoðun í gær.
Í kvöld tilkynnti félagið kaupin og staðfesti þar fimm ára samning með möguleika á að framlengja um annað ár.
Frábær kaup hjá United sem hefur nú nælt í tvo efnilega leikmenn í glugganum en á dögunum keypti félagið hollenska sóknarmanninn Joshua Zirzkee frá Bologna fyrir tæpar 35 milljónir punda.
???? This is home.
— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2024
Bienvenue a Manchester United, @Leny_Yoro! ????
#MUFC
Athugasemdir