Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 18. júlí 2024 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd nær samkomulagi við Manuel Ugarte
Manuel Ugarte
Manuel Ugarte
Mynd: EPA
Manchester United hefur náð munnlegu samkomulagi við úrúgvæska miðjumanninn Manuel Ugarte en þetta segir Fabrizio Romano á X í kvöld.

United gekk frá kaupum á Leny Yoro, einum efnilegasta miðverði Evrópu, í kvöld og ætlar strax að fara í það að bæta miðjumanni inn í hópinn.

Ugarte er 23 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður sem var stórkostlegur hjá portúgalska liðinu Sporting frá 2021 og alveg þar til hann samdi við Paris Saint-Germain á síðasta ári.

Samkvæmt Romano hefur United náð munnlegu samkomulagi við leikmanninn og er það nú í viðræðum um kaup og kjör, en hann er tilbúinn fórna Meistaradeildarfótbolta til þess að spila fyrir United.

United er í viðræðum við PSG um kaupverð en þær viðræður ættu að ganga smurt fyrir sig.

Talið er að United leyfi Scott McTominay eða Casemiro til að skapa pláss fyrir Ugarte.
Athugasemdir
banner
banner