Manchester United hefur náð munnlegu samkomulagi við úrúgvæska miðjumanninn Manuel Ugarte en þetta segir Fabrizio Romano á X í kvöld.
United gekk frá kaupum á Leny Yoro, einum efnilegasta miðverði Evrópu, í kvöld og ætlar strax að fara í það að bæta miðjumanni inn í hópinn.
Ugarte er 23 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður sem var stórkostlegur hjá portúgalska liðinu Sporting frá 2021 og alveg þar til hann samdi við Paris Saint-Germain á síðasta ári.
Samkvæmt Romano hefur United náð munnlegu samkomulagi við leikmanninn og er það nú í viðræðum um kaup og kjör, en hann er tilbúinn fórna Meistaradeildarfótbolta til þess að spila fyrir United.
United er í viðræðum við PSG um kaupverð en þær viðræður ættu að ganga smurt fyrir sig.
Talið er að United leyfi Scott McTominay eða Casemiro til að skapa pláss fyrir Ugarte.
Athugasemdir