Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 18. júlí 2024 08:34
Elvar Geir Magnússon
Onana til Villa - Atletico vill Alvarez
Powerade
Amadou Onana leikmaður Everton.
Amadou Onana leikmaður Everton.
Mynd: EPA
Alvarez fagnar marki fyrir Argentínu.
Alvarez fagnar marki fyrir Argentínu.
Mynd: EPA
Manchester United hafnaði tilboði í Scott McTominay.
Manchester United hafnaði tilboði í Scott McTominay.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er eitthvað notalegt við það að vera í íslensku sumarsúldinni og renna yfir slúðrið. BBC tók saman það helsta sem verið er að ræða um á kaffistofunum.

Belgíski miðjumaðurinn Amadou Onana (22) mun ganga frá skiptum sínum frá Everton til Aston Villa um helgina. (Sky Sports)

Jurgen Klopp, fyrrverandi stjóri Liverpool, hefur ekki áhuga á að taka við enska landsliðsþjálfarastarfinu. Né nokkru öðru starfi á þessum tímapunkti (Sky Þýskalandi)

Enska fótboltasambandið er tilbúið að bíða eftir því að Pep Guardiola yfirgefi Manchester City áður en það ræður fastan arftaka Gareth Southgate. (Independent)

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, er á meðal þeirra sem koma til greina í enska landlsiðsþjálfarastarfið. (Telegraph)

Atletico Madrid vill fá Julian Alvarez (24), framherja Manchester City og argentínska landsliðsins, í stað spænska framherjans Alvaro Morata (31) sem er á leið til AC Milan. (Mundo Deportivo)

Fyrirhuguðum kaupum Arsenal á ítalska varnarmanninum Riccardo Calafiori (22) hefur verið frestað þar sem félagið gat ekki komist að samkomulagi við Bologna um kaupverð. Arsenal vill láta Jakub Kiwior (24) sem hluta af samningnum en Pólverjinn vill helsta ganga til liðs við AC Milan. (Times)

Manchester United hefur hafnað tilboði frá Fulham í skoska miðjumanninn Scott McTominay (27) sem á eitt ár eftir af samningi sínum, en er með möguleika á tólf mánaða framlengingu. (Mail)

Al-Nassr hefur gefist upp á að reyna að fá Wojciech Szczesny (34), pólska markvörðinn frá Juventus. (Athletic)

Paris St-Germain hefur lagt aukna áherslu á að reyna að fá Victor Osimhen (25) frá Napoli. Chelsea hefur lengi horft löngunaraugum til nígeríska sóknarmannsins. (TalkSport)

Ein af ástæðum þess að Liverpool dró sig úr keppninni um að fá Leny Yoro (18) er sú að félagið taldi að hann hefði bara áhuga á að fara til Real Madrid. Þessi varnarmaður Lille er nú á leið til Manchester United. (Mirror)

Birmingham City hefur áhuga á Louie Barry (21), enska framherjanum hjá Aston Villa. (Football Insider),

Villa skuldar Bayer Leverkusen enn meira en helming þess sem enska félagið keypti franska kantmanninn Moussa Diaby (25) á. Hann er nú nálægt því að ganga til liðs við Al-Ittihad. (Football Insider)

West Ham er að vinna kapphlaupið um að fá Reiss Nelson (24). Arsenal metur enska sóknarleikmanninn á 25 milljónir punda. (Talksport)

Crysencio Summerville (22) kantmaður Leeds hefur átt í viðræðum við Chelsea en franska liðið Rennes hefur einnig rætt við Hollendinginn. (Teamtalk)

Huddersfield Town er í viðræðum um að fá Joe Hodge (21), miðjumann Wolves, eftir að írski U21 landsliðsmaðurinn var á láni hjá Queens Park Rangers á síðustu leiktíð. (Football Insider)

Barcelona hefur lagt fram tillögu sína um samning við Nico Williams (22), kantmann Athletic Bilbao og Spánar, til að ná munnlegu samkomulagi áður en eitthvað enskt félag gerir það. (Fabrizio Romano)

West Ham er langt komið í viðræðum um að fá enska hægri bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka (26) frá Manchester United. (Teamtalk)
Athugasemdir
banner