Franski miðvörðurinn Leny Yoro er orðinn leikmaður Manchester United og er í skýjunum með félagaskiptin en hann ræddi við heimasíðu félagsins í kvöld.
Yoro, sem er 18 ára, er einn allra efnilegasti miðvörður Evrópu og hefur þegar spilað 60 leiki fyrir aðallið Lille.
Hann var keyptur fyrir 52 milljónir punda og gerði hann fimm ára samning, sem United á möguleika á að framlengja um annað ár.
„Það er ótrúlegur heiður að skrifa undir hjá Manchester United, félagi af þessari stærðargráðu og með þennan metnað, svona snemma á ferlinum. Eftir fyrsta samtal mitt við félagið var sett upp skýr áætlun hvernig ég gæti þróað leik minn í Manchester í þessu spennandi verkefni. Félagið sýndi mér og fjölskyldu minni mikla væntumþykju.“
„Ég þekki sögu ungra leikmanna í Manchester United og tel ég þetta vera fullkominn stað til þess að ná því besta úr mér og ná markmiðum mínum ásamt nýju liðsfélögunum. Ég get ekki beðið eftir að koma mér af stað,“ sagði Yoro.
Dan Ashworth, nýr yfirmaður íþróttamála hjá United, er afar spenntur að sjá hvernig Yoro mun vegna í United-treyjunni.
„Leny er einn mest spennandi ungi varnarmaður í heiminum. Hann hefur alla þá eiginleika sem þarf til að verða að heimsklassa miðverði. Hann hefur átt frábæra byrjun á ferli sínum og erum við spennt fyrir því að styðja hann í að nái þessum ótrúlega mætti hér hjá Manchester United
„Félagið hefur ótrúlega sögu af því að þróa unga leikmenn, hvort sem þeir eru uppaldir eða keyptir annars staðar frá og gefa þeim rétta leiðsögn, tíma og þolinmæði til að vaxa og dafna. Undir stjórn Erik ten Hag og okkar frábæra starfsteymi munum við tryggja það að Leny fái fullkominn vettvang til þess að ná þeim árangri sem allir hjá félaginu stefna að,“ sagði Ashworth.
Athugasemdir