Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
   sun 18. ágúst 2019 18:33
Arnar Daði Arnarsson
Hreinskilinn Halldór Páll: Hef verið virkilega lélegur í sumar
Halldór Páll Geirsson markvörður ÍBV.
Halldór Páll Geirsson markvörður ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Benóný Þórhallsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ansi hreinskilinn Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV sem mætti í viðtal eftir jafntefli liðsins gegn KA á heimavelli í 17. umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Halldór Páll var hetja liðsins er hann varði víti frá Hallgrími Mar Steingrímssyni á 94. mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 KA

„Ég hef verið virkilega lélegur í allt sumar og það sjá það allir sem horfa á leikina hjá okkur. Mér leið mjög vel allan leikinn og fyrir leikinn. Ég veit ekki hvort það sé vegna þess að það er engin pressa lengur. Mér fannst ég alltaf vita að ég væri að fara verja þetta víti," sagði Halldór Páll sem var ekkert að skafa af hlutunum. Hann segir margt spila inní frammistöðu hans og liðsins í sumar.

„Ég get ekki talið það allt upp. Það er rosalega margt sem er búið að vera í gangi, bæði hjá mér og hjá félaginu. Það hefur gengið mjög illa hjá mér í sumar og ég hef verið rosalega lélegur og það eru ýmsar ástæður fyrir því. Þetta er mest megnis allt mér að kenna hugsa ég."

Hann segir að Pedro Hipolito, fyrrum þjálfari ÍBV hafi ekki verið hans týpa og að Halldór hafi frá fyrsta degi viljað að Ian Jeffs yrði þjálfari liðsins.

„Ég vildi alltaf hafa Jeffs sem þjálfara, líka í upphafi undirbúningstímabilsins. Ég held að það sé mjög jákvætt fyrir okkur að vera með hann. Pedro var flottur en hann var ekki alveg mín týpa."

En hvernig er það að undirbúa sig fyrir síðustu leiki liðsins þar sem allt bendir til þess að liðið sé á leið í Inkasso-deildina?

„Það hefur verið erfitt og við erum raunsæir með það að við erum í rauninni fallnir. Við ætlum að reyna enda þetta á góðum nótum og hafa þetta svolítið skemmtilegt. Ég held að það sé ekki einu sinni 200 áhorfendur sem mæta á leiki hjá okkur og við erum að spila leiðinlegan fótbolta og það gengur illa. Við ætlum að reyna enda þetta aðeins skemmtilegra."

„Við æfðum rosalega vel í allan veturinn og byrjuðum í nóvember að æfa tvisvar sinnum á dag og ég held að það sé að hafa rosalega mikil áhrif núna. Menn eru andlega búnir núna. Við sennilega æfðum of mikið og það er að koma niður á okkur núna. Við erum andlega búnir á því."

„Umræðan hefur verið mjög neikvæð. Það er ekkert sem hefur áhrif á okkur. Það lesa allir Fótbolti.net en ég held að þetta hafi engin áhrif á okkur þó svo að umræðan hafi verið mjög neikvæð," sagði Halldór Páll sem er staðráðinn í að vera áfram í Eyjum á næsta tímabili.

„Ég ætla fara aftur upp með ÍBV á næsta ári," sagði Halldór Páll að lokum.
Athugasemdir