Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 18. ágúst 2024 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Úlfi boðið í slagsmál - „Á að vera nokkra leikja bann"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir missti toppsætið til Eyjamanna eftir jafntefli gegn Þór í dag. Liðið hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum. Fótbolti.net ræddi við Úlf Arnar Jökulsson, þjálfara liðsins, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Fjölnir

„Það reynist okkur erfitt að vinna fótboltaleiki þessar vikurnar. Við höfum lítið við eitt stig að gera, við þurfum að vinna en það tókst ekki. Við gerðum okkur erfiðara fyrir að þeir hafi fengið rautt spjald, þeir lágu neðarlega 11 á móti 11 en þegar þeir urðu tíu þá lögðust þeir mjög neðarlega. Þessi grasvöllur er mjög lélegur og það er erfitt að opna lið sem liggur með allt liðið til baka þannig þetta reyndist erfitt," sagði Úlfur Arnar.

Úlfur var ánægður með byrjun Fjölnis liðsins í leiknum.

„Svo skorar Birkir (Heimisson) alveg stórkostlegt mark, geðveikt skot hjá honum en við hefðum þurft að vera nær honum. Það var gegn gangi leiksins. Svo byrjum við sterkt í seinni hálfleik og skorum strax eftir 30 sekúndur en eftir það var eins og menn héldu að þetta komi að sjálfum sér. Mér finnst við slaka á og ég var ekki alveg nógu ánægður með það hvernig við spilum seinni hálfleikinn," sagði Úlfur.

Birkir fékk að líta rauða spjaldið þegar hann fór ansi harkalega í Mána Austmann undir lok fyrri hálfleiks.

„Mesta rauða spjald sem ég hef séð. Hann kemur á fleygiferð með olnbogann beint í andlitið á Mána. Það er til skammar hvernig þeir reyna að mótmæla því og bregðast við. Liðstjórinn spurði hvort ég vildi koma í slagsmál við sig sem er fáránlegt. Ég vona að þetta verði skoðað, þetta á að vera nokkra leikja bann, þetta er ofbeldi," sagði Úlfur.


Athugasemdir
banner
banner