Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   sun 18. ágúst 2024 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Úlfi boðið í slagsmál - „Á að vera nokkra leikja bann"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir missti toppsætið til Eyjamanna eftir jafntefli gegn Þór í dag. Liðið hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum. Fótbolti.net ræddi við Úlf Arnar Jökulsson, þjálfara liðsins, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Fjölnir

„Það reynist okkur erfitt að vinna fótboltaleiki þessar vikurnar. Við höfum lítið við eitt stig að gera, við þurfum að vinna en það tókst ekki. Við gerðum okkur erfiðara fyrir að þeir hafi fengið rautt spjald, þeir lágu neðarlega 11 á móti 11 en þegar þeir urðu tíu þá lögðust þeir mjög neðarlega. Þessi grasvöllur er mjög lélegur og það er erfitt að opna lið sem liggur með allt liðið til baka þannig þetta reyndist erfitt," sagði Úlfur Arnar.

Úlfur var ánægður með byrjun Fjölnis liðsins í leiknum.

„Svo skorar Birkir (Heimisson) alveg stórkostlegt mark, geðveikt skot hjá honum en við hefðum þurft að vera nær honum. Það var gegn gangi leiksins. Svo byrjum við sterkt í seinni hálfleik og skorum strax eftir 30 sekúndur en eftir það var eins og menn héldu að þetta komi að sjálfum sér. Mér finnst við slaka á og ég var ekki alveg nógu ánægður með það hvernig við spilum seinni hálfleikinn," sagði Úlfur.

Birkir fékk að líta rauða spjaldið þegar hann fór ansi harkalega í Mána Austmann undir lok fyrri hálfleiks.

„Mesta rauða spjald sem ég hef séð. Hann kemur á fleygiferð með olnbogann beint í andlitið á Mána. Það er til skammar hvernig þeir reyna að mótmæla því og bregðast við. Liðstjórinn spurði hvort ég vildi koma í slagsmál við sig sem er fáránlegt. Ég vona að þetta verði skoðað, þetta á að vera nokkra leikja bann, þetta er ofbeldi," sagði Úlfur.


Athugasemdir
banner
banner