Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   sun 18. ágúst 2024 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Úlfi boðið í slagsmál - „Á að vera nokkra leikja bann"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir missti toppsætið til Eyjamanna eftir jafntefli gegn Þór í dag. Liðið hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum. Fótbolti.net ræddi við Úlf Arnar Jökulsson, þjálfara liðsins, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Fjölnir

„Það reynist okkur erfitt að vinna fótboltaleiki þessar vikurnar. Við höfum lítið við eitt stig að gera, við þurfum að vinna en það tókst ekki. Við gerðum okkur erfiðara fyrir að þeir hafi fengið rautt spjald, þeir lágu neðarlega 11 á móti 11 en þegar þeir urðu tíu þá lögðust þeir mjög neðarlega. Þessi grasvöllur er mjög lélegur og það er erfitt að opna lið sem liggur með allt liðið til baka þannig þetta reyndist erfitt," sagði Úlfur Arnar.

Úlfur var ánægður með byrjun Fjölnis liðsins í leiknum.

„Svo skorar Birkir (Heimisson) alveg stórkostlegt mark, geðveikt skot hjá honum en við hefðum þurft að vera nær honum. Það var gegn gangi leiksins. Svo byrjum við sterkt í seinni hálfleik og skorum strax eftir 30 sekúndur en eftir það var eins og menn héldu að þetta komi að sjálfum sér. Mér finnst við slaka á og ég var ekki alveg nógu ánægður með það hvernig við spilum seinni hálfleikinn," sagði Úlfur.

Birkir fékk að líta rauða spjaldið þegar hann fór ansi harkalega í Mána Austmann undir lok fyrri hálfleiks.

„Mesta rauða spjald sem ég hef séð. Hann kemur á fleygiferð með olnbogann beint í andlitið á Mána. Það er til skammar hvernig þeir reyna að mótmæla því og bregðast við. Liðstjórinn spurði hvort ég vildi koma í slagsmál við sig sem er fáránlegt. Ég vona að þetta verði skoðað, þetta á að vera nokkra leikja bann, þetta er ofbeldi," sagði Úlfur.


Athugasemdir
banner
banner
banner