Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 18. ágúst 2024 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Úlfi boðið í slagsmál - „Á að vera nokkra leikja bann"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir missti toppsætið til Eyjamanna eftir jafntefli gegn Þór í dag. Liðið hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum. Fótbolti.net ræddi við Úlf Arnar Jökulsson, þjálfara liðsins, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Fjölnir

„Það reynist okkur erfitt að vinna fótboltaleiki þessar vikurnar. Við höfum lítið við eitt stig að gera, við þurfum að vinna en það tókst ekki. Við gerðum okkur erfiðara fyrir að þeir hafi fengið rautt spjald, þeir lágu neðarlega 11 á móti 11 en þegar þeir urðu tíu þá lögðust þeir mjög neðarlega. Þessi grasvöllur er mjög lélegur og það er erfitt að opna lið sem liggur með allt liðið til baka þannig þetta reyndist erfitt," sagði Úlfur Arnar.

Úlfur var ánægður með byrjun Fjölnis liðsins í leiknum.

„Svo skorar Birkir (Heimisson) alveg stórkostlegt mark, geðveikt skot hjá honum en við hefðum þurft að vera nær honum. Það var gegn gangi leiksins. Svo byrjum við sterkt í seinni hálfleik og skorum strax eftir 30 sekúndur en eftir það var eins og menn héldu að þetta komi að sjálfum sér. Mér finnst við slaka á og ég var ekki alveg nógu ánægður með það hvernig við spilum seinni hálfleikinn," sagði Úlfur.

Birkir fékk að líta rauða spjaldið þegar hann fór ansi harkalega í Mána Austmann undir lok fyrri hálfleiks.

„Mesta rauða spjald sem ég hef séð. Hann kemur á fleygiferð með olnbogann beint í andlitið á Mána. Það er til skammar hvernig þeir reyna að mótmæla því og bregðast við. Liðstjórinn spurði hvort ég vildi koma í slagsmál við sig sem er fáránlegt. Ég vona að þetta verði skoðað, þetta á að vera nokkra leikja bann, þetta er ofbeldi," sagði Úlfur.


Athugasemdir
banner
banner
banner