Willum Þór þjálfari KR var ánægður með frammistöðu sinna manna í 3-2 sigurleik gegn Fjölni í dag.
"Við sýndum að við vildum þetta, spiluðum góðan leik og vorum með tak á þeim allan leikinn".
"Við sýndum að við vildum þetta, spiluðum góðan leik og vorum með tak á þeim allan leikinn".
Willum lagði leikinn upp útfrá leikstíl Fjölnis.
"Við vissum að þeir myndu liggja til baka og við fengjum pláss og að halda boltanum. Við erum góðir í því".
Leikurinn setur KR í alvöru séns um Evrópusæti.
"Vonin lifir enn, það er bara einn leikur í einu. Vonandi mun sá næsti færa okkur séns á því að lokaleikurinn hafi úrslitaþýðingu".
Nánar er rætt við Willum í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir






















