Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 18. september 2019 19:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frábær árangur Gary - Orðinn næst markahæstur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin elskar að skora mörk og í dag gerði hann þrennu fyrir botnlið ÍBV er liðið tapaði gegn FH í Pepsi Max-deildinni.

Leikurinn var ótrúlegur og endaði hann 6-4. Gary gerði þrennu og það gerði líka Morten Beck Guldsmed í liði FH.

Nú hafa verið skoraðar fjórar þrennur í Pepsi Max-deildinni í sumar. Gary Martin gerði þrennu í kvöld, Morten Beck gerði þrennu fyrir FH gegn Stjörnunni í Garðabæ, hann gerði aftur þrennu í kvöld og Geoffrey Castillion gerði þrennu fyrir Fylki gegn Breiðabliki.

Það sem er hins vegar mjög athyglisvert eftir þennan leik er að Gary er núna orðinn næst markahæstur í Pepsi Max-deildinni með 11 mörk. Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks, hefur skorað 12 og er Hilmar Árni Halldórsson úr Stjörnunni einnig með 11 mörk.

Thomas hefur leikið 18 leiki og Hilmar 20 leiki. Gary hefur aðeins leikið 13 deildarleiki í sumar, en er samt í baráttunni um gullskóinn þegar tvær umferðir eru eftir.

Hann var í Val í upphafi móts og skoraði þar tvö mörk í þremur deildarleikjum. Samstarf Gary og Vals gekk ekki upp og gerði hann starfslokasamning við félagið þann 24. maí. Hann samdi við ÍBV í kjölfarið og byrjaði að spila með Vestmannaeyingum í júlí.

ÍBV er á botni deildarinnar og það hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá félaginu í sumar. Þrátt fyrir það er hann kominn með níu mörk í 10 leikjum fyrir félagið í sumar. Magnaður árangur hjá honum.

„Ég svara gagnrýnisröddum í dag og gerði það. Ég hef skorað fleiri mörk með botnliðinu en sumir framherjar í toppliðunum en samt er ég að heyra margt sagt um mig. Það eru ótrúlega margir að tala um þyngdina mína og eitthvað en þetta þaggar niður í öllum," sagði Gary í viðtali við Fótbolta.net eftir að hann skoraði tvö gegn Val þann 1. september síðastliðinn.

Gary mun spila með ÍBV í Inkasso-deildinni næsta sumar og það verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir þar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner