Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. september 2020 20:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías Rafn og félagar með fullt hús - Lommel vann án Kolbeins
Elías og hans lið fer vel af stað í Danmörku.
Elías og hans lið fer vel af stað í Danmörku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær sigraði Fredericia gegn F. Amager í dönsku B-deildinni. Elías Rafn Ólafsson er að láni hjá Fredericia frá FC Midtjylland og hefur varið mark liðsins í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar.

Fredericia vann 3-1 í gær og 2-1 í fyrstu umferðinni og er því með fullt hús stiga líkt og Esbjerg og Helsingor. Helsingor hefur þó leikið þrjá leiki og er því í toppsætinu.

Í Belgíu tók Kolbeinn Þórðarson út leikbann þegar Lommel sigraði RWDM 0-1 á útivelli. Kolbeinn fékk að líta tvö gul spjöld fyrir viku síðan. Jonathan Hendrickx, fyrrum leikmaður Breiðabliks og FH, lék allan leikinn með Lommel.

Lommel er með sjö stig eftir fjóra leiki. Liðið situr í toppsæti B-deildarinnar eins og er en fjórða umferðin er ókláruð og gæti Lommel fallið neðar þegar umferðin klárast.

Í hollensku B-deildinni lék Kristófer Ingi Kristinsson síðasta hálftímann eða svo þegar Jong PSV lá gegn Eindhoven á heimavelli. Kristófer kom inn á í stöðunni 1-2 og þannig urðu lokatölur.

Kristófer er að láni frá franska félaginu Grenoble.
Athugasemdir
banner
banner
banner