Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. september 2021 10:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl 
Kyle er mjög bjartsýnn á að hann verði áfram hjá Fram
Lengjudeildin
Kyle McLagan
Kyle McLagan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle McLagan hefur átt virkilega gott tímabil með Fram í sumar. Kyle er miðvörður sem gekk í raðir Fram um mitt mót í fyrra og hefur síðan einungis tapað einum deildarleik.

Bandaríkjamaðurinn ræddi við Kristófer Kristjánsson á mbl.is á dögunum og fór yfir tímann til þessa hjá Fram.

Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild.

Kyle var með Framaranum Arnóri Daða Aðalsteinssyni í Furman-háskólanum í Bandaríkjunum. Kyle sendi í fyrra skilaboð á Aðalstein Aðalsteinsson [aðstoðarþjálfari Fram], föður Arnórs Daða. Kyle vildi komast að hjá félagi á Íslandi og Steini sannfærði hann um að koma í Fram.

Kyle fer í viðtalinu yfir síðasta tímabil og þá svekkjandi niðurstöðu að Fram fór ekki upp úr Lengjudeildinni í fyrra. Næst fer hann yfir tímabilið frábæra í ár og tjáir sig um framtíðina.

„Ég hef trú á því að þetta lið verði sam­keppn­is­hæft í úrvalsdeild­inni, tala nú ekki um ef við bæt­um við okk­ur ein­um eða tveim­ur góðum leikmönnum. Svo spil­um við á nýj­um leik­vangi, við mun­um ekki vilja leyfa liðum að taka mörg stig þaðan," sagði Kyle við mbl.is.

Kyle verður samningslaus eftir tímabilið og þegar hefur verið greint frá því að Víkingur vill fá miðvörðinn í sínar raðir. Kyle talar eins og hann verði áfram hjá Fram.

„Ég er mjög bjart­sýnn um að svo verði. En ég hef líka verið mjög skýr, gagn­vart fé­lag­inu og Nonna, að ef mér býðst tæki­færi til að ger­ast atvinnumaður þá myndi ég auðvitað vilja íhuga það. En akkúrat núna er ég í Fram og að hugsa um framtíðina þar," sagði Kyle.
Athugasemdir
banner
banner