Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 18. september 2022 22:24
Mist Rúnarsdóttir
Agla María: Góðar aðstæður miðað við í Eyjum
Kvenaboltinn
Agla María átti góðan leik fyrir Blika og skoraði tvö mörk
Agla María átti góðan leik fyrir Blika og skoraði tvö mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var náttúrulega mjög mikill vindur og mikil rigning en fyrst og fremst bara gott fyrir okkur að ná í sigur. Það er svolítið síðan að við gerðum það. Það var mjög gott,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á Aftureldingu.
Það hellirigndi á leikmenn frá fyrstu til síðustu mínútu auk þess sem vindar blésu kröftuglega yfir Kópavogsvöll.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Afturelding

„Það hafði slatta áhrif. Við höfum nú samt spilað í verra veðri, það var nú bara í Eyjum um daginn. Það var margfalt verra og þetta voru bara góðar aðstæður miðað við það. Það var alveg úrhelli hérna áðan en manni er alveg sama ef maður vinnur. Þá er það bara gott,“ sagði Agla María aðspurð um aðstæður í kvöld.

Blikar höfðu mikla yfirburði í leiknum en mörkin létu á sér standa og komu ekki fyrr en í síðari hálfleiknum. Agla María segir Blika hafa orðið sóknarsinnaðri og lagt áherslu á að halda uppi hraða.

„Við fórum inn í seinni hálfleikinn og reyndum alltaf að fara fram á við og halda uppi tempóinu í leiknum. Mér fannst það svolítið skapa þetta. Með því að halda tempóinu komu mörkin.“

Nú eru aðeins tveir leikir eftir af mótinu og Blikar ætla sér að landa 2. sætinu.

„Við viljum klára þetta eins og menn. Gera þetta professional og klára þetta. Við viljum standa okkur og tryggja þetta annað sæti. Síðan er það bara uppbyggingarfasi fyrir næsta tímabil,“ sagði Agla María um framhaldið en nánar er rætt um hana í spilaranum hér að ofan. Þar segir hún m.a. frá meiðslunum sem héldu henni frá tveimur mikilvægum fótboltavikum.
Athugasemdir