Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 18. september 2022 22:24
Mist Rúnarsdóttir
Agla María: Góðar aðstæður miðað við í Eyjum
Kvenaboltinn
Agla María átti góðan leik fyrir Blika og skoraði tvö mörk
Agla María átti góðan leik fyrir Blika og skoraði tvö mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var náttúrulega mjög mikill vindur og mikil rigning en fyrst og fremst bara gott fyrir okkur að ná í sigur. Það er svolítið síðan að við gerðum það. Það var mjög gott,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á Aftureldingu.
Það hellirigndi á leikmenn frá fyrstu til síðustu mínútu auk þess sem vindar blésu kröftuglega yfir Kópavogsvöll.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Afturelding

„Það hafði slatta áhrif. Við höfum nú samt spilað í verra veðri, það var nú bara í Eyjum um daginn. Það var margfalt verra og þetta voru bara góðar aðstæður miðað við það. Það var alveg úrhelli hérna áðan en manni er alveg sama ef maður vinnur. Þá er það bara gott,“ sagði Agla María aðspurð um aðstæður í kvöld.

Blikar höfðu mikla yfirburði í leiknum en mörkin létu á sér standa og komu ekki fyrr en í síðari hálfleiknum. Agla María segir Blika hafa orðið sóknarsinnaðri og lagt áherslu á að halda uppi hraða.

„Við fórum inn í seinni hálfleikinn og reyndum alltaf að fara fram á við og halda uppi tempóinu í leiknum. Mér fannst það svolítið skapa þetta. Með því að halda tempóinu komu mörkin.“

Nú eru aðeins tveir leikir eftir af mótinu og Blikar ætla sér að landa 2. sætinu.

„Við viljum klára þetta eins og menn. Gera þetta professional og klára þetta. Við viljum standa okkur og tryggja þetta annað sæti. Síðan er það bara uppbyggingarfasi fyrir næsta tímabil,“ sagði Agla María um framhaldið en nánar er rætt um hana í spilaranum hér að ofan. Þar segir hún m.a. frá meiðslunum sem héldu henni frá tveimur mikilvægum fótboltavikum.
Athugasemdir
banner
banner