Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   sun 18. september 2022 22:24
Mist Rúnarsdóttir
Agla María: Góðar aðstæður miðað við í Eyjum
Kvenaboltinn
Agla María átti góðan leik fyrir Blika og skoraði tvö mörk
Agla María átti góðan leik fyrir Blika og skoraði tvö mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var náttúrulega mjög mikill vindur og mikil rigning en fyrst og fremst bara gott fyrir okkur að ná í sigur. Það er svolítið síðan að við gerðum það. Það var mjög gott,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á Aftureldingu.
Það hellirigndi á leikmenn frá fyrstu til síðustu mínútu auk þess sem vindar blésu kröftuglega yfir Kópavogsvöll.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Afturelding

„Það hafði slatta áhrif. Við höfum nú samt spilað í verra veðri, það var nú bara í Eyjum um daginn. Það var margfalt verra og þetta voru bara góðar aðstæður miðað við það. Það var alveg úrhelli hérna áðan en manni er alveg sama ef maður vinnur. Þá er það bara gott,“ sagði Agla María aðspurð um aðstæður í kvöld.

Blikar höfðu mikla yfirburði í leiknum en mörkin létu á sér standa og komu ekki fyrr en í síðari hálfleiknum. Agla María segir Blika hafa orðið sóknarsinnaðri og lagt áherslu á að halda uppi hraða.

„Við fórum inn í seinni hálfleikinn og reyndum alltaf að fara fram á við og halda uppi tempóinu í leiknum. Mér fannst það svolítið skapa þetta. Með því að halda tempóinu komu mörkin.“

Nú eru aðeins tveir leikir eftir af mótinu og Blikar ætla sér að landa 2. sætinu.

„Við viljum klára þetta eins og menn. Gera þetta professional og klára þetta. Við viljum standa okkur og tryggja þetta annað sæti. Síðan er það bara uppbyggingarfasi fyrir næsta tímabil,“ sagði Agla María um framhaldið en nánar er rætt um hana í spilaranum hér að ofan. Þar segir hún m.a. frá meiðslunum sem héldu henni frá tveimur mikilvægum fótboltavikum.
Athugasemdir
banner
banner