Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 18. september 2022 22:24
Mist Rúnarsdóttir
Agla María: Góðar aðstæður miðað við í Eyjum
Agla María átti góðan leik fyrir Blika og skoraði tvö mörk
Agla María átti góðan leik fyrir Blika og skoraði tvö mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var náttúrulega mjög mikill vindur og mikil rigning en fyrst og fremst bara gott fyrir okkur að ná í sigur. Það er svolítið síðan að við gerðum það. Það var mjög gott,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á Aftureldingu.
Það hellirigndi á leikmenn frá fyrstu til síðustu mínútu auk þess sem vindar blésu kröftuglega yfir Kópavogsvöll.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Afturelding

„Það hafði slatta áhrif. Við höfum nú samt spilað í verra veðri, það var nú bara í Eyjum um daginn. Það var margfalt verra og þetta voru bara góðar aðstæður miðað við það. Það var alveg úrhelli hérna áðan en manni er alveg sama ef maður vinnur. Þá er það bara gott,“ sagði Agla María aðspurð um aðstæður í kvöld.

Blikar höfðu mikla yfirburði í leiknum en mörkin létu á sér standa og komu ekki fyrr en í síðari hálfleiknum. Agla María segir Blika hafa orðið sóknarsinnaðri og lagt áherslu á að halda uppi hraða.

„Við fórum inn í seinni hálfleikinn og reyndum alltaf að fara fram á við og halda uppi tempóinu í leiknum. Mér fannst það svolítið skapa þetta. Með því að halda tempóinu komu mörkin.“

Nú eru aðeins tveir leikir eftir af mótinu og Blikar ætla sér að landa 2. sætinu.

„Við viljum klára þetta eins og menn. Gera þetta professional og klára þetta. Við viljum standa okkur og tryggja þetta annað sæti. Síðan er það bara uppbyggingarfasi fyrir næsta tímabil,“ sagði Agla María um framhaldið en nánar er rætt um hana í spilaranum hér að ofan. Þar segir hún m.a. frá meiðslunum sem héldu henni frá tveimur mikilvægum fótboltavikum.
Athugasemdir
banner
banner