Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. september 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Kepa valdi að vera áfram hjá Chelsea
Kepa og Mendy berjast um byrjunarliðsstöðuna á milli stanga Chelsea.
Kepa og Mendy berjast um byrjunarliðsstöðuna á milli stanga Chelsea.
Mynd: EPA

Kepa Arrizabalaga, varamarkvörður Chelsea, staðfesti í viðtali í gær að hann hafi fengið tækifæri til að yfirgefa úrvalsdeildarfélagið í sumar en hafnað því.


Kepa var keyptur til Chelsea fyrir metfé fyrir markvörð en stóðst ekki væntingar. Senegalski landsliðsmarkvörðurinn Edouard Mendy er með byrjunarliðssætið sem stendur og fær Kepa að spila bikar- og Evrópuleiki.

„Ég hafði möguleika á að yfirgefa Chelsea í sumar, það voru áhugasöm félög en Chelsea fullvissaði mig um að ég væri partur af leikmannahópinum. Stjórnendurnir fullvissuðu mig um að þeir vildu halda mér hjá félaginu," sagði Kepa.

„Við skoðuðum tilboðin og greindum stöðuna í sameiningu og ákváðum svo að það væri best fyrir mig að vera áfram hjá þessu frábæra félagi."

Kepa er 27 ára gamall og á ellefu landsleiki að baki fyrir Spán. Hann er á sínu fimmta ári hjá Chelsea og á 126 leiki að baki fyrir félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner