Á fimmtudagskvöld leikur Breiðablik sinn fyrsta leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, þegar liðið heimsækir Maccabi Tel Aviv til ísrael. Á sama tíma mætast Zorya Luhansk og Gent í hinum leik riðilsins.
Breiðablik er fyrsta íslenska félagsliðið sem kemst alla leið í aðalkeppni í Evrópukeppnum karla.
Leikurinn úti við Maccabi Tel Aviv verður 38. Evrópuleikur Blikaliðsins frá upphafi.
Breiðablik hefur birt á samfélagsmiðlum sínum sérstakt innslag sem gert var í tilefni af Evrópuárangrinum. Þar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson, Höskuld Gunnlaugsson og Andra Rafn Yeoman.
Innslagið má sjá hér að neðan.
Breiðablik er fyrsta íslenska félagsliðið sem kemst alla leið í aðalkeppni í Evrópukeppnum karla.
Leikurinn úti við Maccabi Tel Aviv verður 38. Evrópuleikur Blikaliðsins frá upphafi.
Breiðablik hefur birt á samfélagsmiðlum sínum sérstakt innslag sem gert var í tilefni af Evrópuárangrinum. Þar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson, Höskuld Gunnlaugsson og Andra Rafn Yeoman.
Innslagið má sjá hér að neðan.
Athugasemdir