Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 18. september 2023 09:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir Íslendingar á lista yfir bestu félagaskiptin
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fotbollskanalen í Svíþjóð hefur birt lista yfir 50 bestu félagaskipti sumarsins í sænsku úrvalsdeildinni.

Á þeim lista eru tveir Íslendingar.

Kolbeinn Þórðarson er í 36. sæti listans eftir að hafa skipt yfir til Gautaborgar frá belgíska félaginu Lommel í sumar. Kolbeinn, sem er 23 ára gamall miðjumaður, er búinn að byrja síðustu þrjá deildarleiki Gautaborgar.

Í 15. sæti listans er svo Andri Fannar Baldursson sem gekk í raðir Elfsborg á láni frá ítalska félaginu Bologna.

Andri, sem er lykilmaður í U21 landsliðinu, hefur komið sterkur inn hjá liðinu sem er í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

„Það gæti verið fínt fyrir Elfsborg ef þeir ná svo að kaupa hann," segir í grein Fotbollskanalen.
Athugasemdir
banner
banner