Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 18. október 2020 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Koeman vill Wijnaldum og Memphis í janúar
Mynd: Getty
Ronald Koeman tók við FC Barcelona í sumar og vill ólmur fá tvo fyrrum lærisveina sína hjá hollenska landsliðinu til liðs við sig.

Barcelona reyndi að krækja í þá í sumar en án árangurs. Annar er miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum sem vann Englandsmeistaratitilinn með Liverpool í sumar og hinn er Memphis Depay, framherji Lyon.

Báðir þessir leikmenn eiga tæpt ár eftir af samningum sínum og verða því frjálsir ferða sinna næsta sumar.

Mögulegt er að Liverpool og Lyon séu reiðubúin til að selja leikmennina í janúar til að missa þá ekki frítt.

„Okkur vantar dýpt í hópinn. Gini og Memphis eru báðir frábærir leikmenn sem munu gera Barcelona að betra liði," sagði Koeman.

„Við vorum næstum búnir að fá Memphis í sumar en okkur tókst ekki að selja leikmann til að skapa pláss í hópnum.

„Ég veit því miður ekki hvernig fjárhagsstaða félagsins verður í janúar og get því bara beðið og séð til hvað gerist."
.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner