Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 18. október 2020 16:26
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Ingibjörg gerði jafntefli - Björn Bergmann kom við sögu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn er Vålerenga gerði jafntefli við Rosenborg í toppslag norska boltans.

Janni Thomsen tók forystuna fyrir Vålerenga snemma í síðari hálfleik og náðu gestirnir ekki að jafna fyrr en í uppbótartíma. Hin efnilega Sara Fornes gerði jöfnunarmarkið tæpum hálftíma eftir að hafa verið skipt inná.

Toppbaráttan er gríðarlega spennandi þar sem Vålerenga er á toppinum sem stendur, með einu stigi meira heldur en Rosenborg og Avaldsnes. Lilleström kemur svo í fjórða sæti, fjórum stigum frá toppinum.

Vålerenga 1 - 1 Rosenborg
1-0 Janni Thomsen ('55)
1-1 Sara Fornes ('94)

Í karlaflokki kom Björn Bergmann Sigurðarson við sögu er Lilleström gerði 1-1 jafntefli við Ranheim í B-deildinni.

Björn Bergmann fékk að spila síðustu mínúturnar og kom hann inn á 85. mínútu þegar Lilleström var marki yfir. Björn hefur verið að glíma við meiðsli og er búinn að skora eitt mark í þremur leikjum á tímabilinu. Hann hefur spilað í kringum 90 mínútur í heildina það sem af er tímabils.

Tryggvi Hrafn Haraldsson var ónotaður varamaður hjá Lilleström sem er í harðri baráttu um að komast aftur upp í efstu deild. Liðið er í þriðja sæti sem stendur, einu stigi frá öðru sæti og með leik til góða.

Ranheim 1 - 1 Lilleström
0-1 D. Gustavsson ('64)
1-1 S. Sorlokk ('92)
Athugasemdir
banner
banner