Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mán 18. október 2021 22:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta: Þetta var klárt rautt spjald
Arsenal og Crystal Palace gerðu 2-2 jafntefli í kvöld. Alexandre Lacazette skoraði jöfnunarmarkið með síðustu spyrnu leiksins.

Hinn ungi Bukayo Saka þurfti að fara af velli í hálfleik eftir að hafa fengið spark frá James McArthur. Hann uppskar gult spjald fyrir bortið.

Mikel Arteta skilur ekkert í því hvernig hann fékk að halda leik áfram eftir þetta brot.

„Við þurftum að taka hann útaf því hann gat ekki haldið áfram. Þegar ég skoða þetta atvik þá skil ég ekki hvernig hann [McArthur] getur enn verið inná vellinum."

Þegar hann var spurður að því hvort hann væri handviss um að þetta væri rautt spjald sagði hann einfaldlega; „Klárlega"


Athugasemdir