Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. nóvember 2020 21:40
Fótbolti.net
Einkunnagjöf Íslands: Ögmundur bestur
Icelandair
Ögmundur Kristinsson í leiknum í kvöld. Hann var besti maður Íslands.
Ögmundur Kristinsson í leiknum í kvöld. Hann var besti maður Íslands.
Mynd: Getty Images
Kári Árnason í baráttu við Tammy Abraham.
Kári Árnason í baráttu við Tammy Abraham.
Mynd: Getty Images
Ísland tapaði 4-0 gegn Englendingum í Þjóðadeildinni á Wembley í kvöld.

Einkunnagjöf Fótbolta.net er hér að neðan.



Ögmundur Kristinsson 7 (´46) - Maður leiksins
Kom í veg fyrir að Englendingar væru meira yfir í leikhléi með fínum vörslum.

Birkir Már Sævarsson 4
Fékk tvö gul spjöld fyrir brot á Saka og þar með rautt. Síðara spjaldið var ansi ódýrt.

Sverrir Ingi Ingason 5
Ágætis frammistaða líkt og gegn Dönum. Gæti fengið traustið í næstu undankeppni.

Kári Árnason 6
Besti varnarmaður Íslands í dag í mögulegum kveðjuleik sínum. Átti skalla í síðari hálfleik sem ógnaði marki.

Hjörtur Hermannsson 5
Spilaði sem miðvörður og vængbakvörður. Missti Sancho frá sér í þriðja markinu. Hafði staðið vaktina vel fram að því.

Ari Freyr Skúlason 5
Átti vonda snertingu inn í teig í öðru markinu.

Birkir Bjarnason 4 (´88)
Var í basli í fyrri hálfleiknum. Betri í þeim síðari. Hefði getað lokað betur á skotin í öðru og fjórða markinu.

Rúnar Már Sigurjónsson 5 (´62)
Barðist á miðjunni en átti erfitt uppdráttar gegn öflugum Englendingum.

Guðlaugur Victor Pálsson 5
Braut klaufalega af sér í aukaspyrnunni sem kostaði fyrsta markið. Ekki jafn kröftugur og í síðustu leikjum.

Albert Guðmundsson 5
Átti sína spretti en náði lítið að fá boltann á síðasta þriðjungi.

Jón Daði Böðvarsson 4 (´73)
Hljóp og barðist en gat lítið gert gegn öflugum varnarmönnum Englendinga.

Varamenn

Hannes Þór Halldórsson 5 ('46)
Fékk lítið af skotum á sig fyrir utan mörkin tvö í síðari hálfleik. Kveðjuleikur?

Hólmar Örn Eyjólfsson 5 (´63)
Stóð vaktina þokkalega eftir að hann kom inn á.

Jón Dagur Þorsteinsson (´73)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Kolbeinn Sigþórsson (´73)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Ísak Bergmann Jóhannesson (´89)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner