Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. nóvember 2020 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland mætir Englandi á Wembley í kvöld - Kveðjuleikur Hamren
Erik Hamren þjálfar íslenska liðið í síðasta sinn
Erik Hamren þjálfar íslenska liðið í síðasta sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið spilar sinn síðasta leik á þessu ári og lokaleikinn í riðli þeirra í Þjóðadeildinni í kvöld en liðið mætir Englandi á Wembley.

Ísland mun spila í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári en liðið hefur aðeins náð í eitt stig í riðlinum.

Þetta er tímamótaleikur á Wembley en Erik Hamren tilkynnti á dögunum að hann hættir með liðið eftir leikinn. Hann var ráðinn eftir HM í Rússlandi og hafði gert fína hluti með liðið í undankeppni Evrópumótsins.

Nokkrir leikmenn gætu þá verið að leika sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Leikir dagsins:
19:45 England-Ísland (Wembley)
19:45 Belgía-Danmörk (King Power)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner