Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. nóvember 2022 06:00
Hafliði Breiðfjörð
17 frá Íslandi með Coerver í Helsingborg
Mynd: Coerver
Mynd: Coerver
Mynd: Coerver

Helgina 11.-13. nóvember sl tók Coerver Coaching á Íslandi þátt í knattspyrnumóti í Helsingborg í Svíþjóð.


Um er að ræða mót sem Coerver Coaching á Norðurlöndum heldur í samstarfi við samstarfélög á Norðulöndum og nefnist Coerver Cup og er fyrir börn fædd 2008-2010.

Þátttökulið voru iðkendur Coerver Coaching frá Noregi, Svíþjóð, Skotlandi og Íslandi.

Einnig voru fjölmörg samstarfsfélög Coerver Coaching frá Danmerku, Noregi, Svíþjóð og Skotlandi sem tóku þátt.

Leikið var bæði í drengja og stúlknaflokki.

Coerver Iceland fór með 17 leikmenn til Svíþjóðar. 15 drengi og tvær stúlkur.

Stúlkurnar léku með sameiginlegu liði Íslands og Noregs auk þess að leika nokkra leiki með drengjaliði Íslands.

Leikmennirnir frá Íslandi komu víðsvegar að af landinu m.a. frá Höfuðborgarsvæðinu, Selfossi, Akureyri og Fjarðarbyggð.

Það sem leikmennirnir höfðu sameiginlegt var að hafa stundað námskeið Coerver Coaching í gegnum árin. Að öðru leiti þekktust börnin ekki fyrir ferðina nema þau sem komu frá sama félagi.

Í leikstíl Coerver Coaching er m.a. lögð áhersla á eftirfarandi atriði.

Hafa stjórn á leiknum með því að vera með boltann. Sýna frumkvæði, sköpunargleði og gott hugarfar. Vinna boltann strax aftur ef hann tapast. Horfa á leikstöður og bregðast við.

Coerver Coaching virðir sigur en aldrei meira en gott hugarfar og frammistöðu.

Þessum atriðum fylgdu allir leikmenn svo eftir var tekið. Leikmenn Íslands voru skapandi, tóku frumkvæði og héldu frábærri einbeitingu þrátt fyrir að vera oft á tíðum að leika við sér eldri og stærri mótherja.

Stúlknaliðið sigraði mótið og drengjaliðið fór í undanúrslit hvar liðið féll úr leik í vítaspyrnukeppni.

Leikmenn Íslands léku hinar ýmsu leikstöður og var öll nálgun með hæfileikamótun leikmanna að leiðarljósi.

Leikmenn Íslands skoruðu yfir 50 mörk á mótinu.

Árið 2023 verður Coerver Coaching á Íslandi 10 ára.

Mikill kraftur er í starfi Coerver Coaching á Íslandi og eru bjartir tímar framundan.

Fleiri ferðir til útlanda verða á næsta ári og einnig fyrir eldri leikmenn.

Fjölmörg námskeið eru á döfinni í desember og á nýju ári og er hægt að fylgjast með þeim á Coerver Iceland á facebook

Yfirþjálfari Coerver Coaching á Íslandi er Heiðar Birnir Torleifsson.


Athugasemdir
banner
banner
banner