Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   lau 18. nóvember 2023 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
Emilía hjálpaði Nordsjælland aftur á toppinn - Fyrsta tap Leuven
watermark
Mynd: Nordsjælland
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í byrjunarliði Nordsjælland sem lagði Álaborg að velli í efstu deild danska boltans í dag.

Nordsjælland vann þægilegan 3-0 sigur og tók toppsæti deildarinnar, þar sem liðið er með 23 stig eftir 11 umferðir. Aðeins þrjú stig skilja fjögur efstu liðin að, og eiga næstu lið fyrir neðan öll leik til góða.

Emilía skoraði fyrsta markið í sigrinum og er hún þar með komin með 8 mörk í 11 leikjum á tímabilinu. Emilía er aðeins 18 ára gömul og virðist stefna á að komast í A-landslið Danmerkur.

Í ítalska boltanum lék Guðný Árnadóttir allan leikinn í hægri bakverði hjá AC Milan sem gerði 1-1 jafntefli við Sampdoria.

Sænska landsliðskonan Kosovare Asllani skoraði eina mark Milan í leiknum, en liðið er komið með 9 stig eftir 8 umferðir.

Að lokum tapaði OH Leuven á útivelli gegn Club Brugge í efstu deild í Belgíu, eftir afar fjöruga átta marka viðureign.

Diljá Ýr Zomers er á mála hjá Leuven, sem trónir á toppi deildarinnar og var að tapa sínum fyrsta leik á deildartímabilinu.

Leuven er með 22 stig eftir 9 umferðir, þriggja stiga forystu á Standard Liege.

Club Brugge, Anderlecht og Gent eru saman með 17 stig í 3.-5. sæti.

Nordsjælland 3 - 0 AaB
1-0 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir ('33)
2-0 Alma Aagaard ('47)
3-0 P. Marfo ('81)

Milan 1 - 1 Sampdoria

Club Brugge 5 - 3 Leuven

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner