Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   lau 18. nóvember 2023 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Jamaíka tapaði heimaleiknum gegn Kanada
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í landsliði Jamaíku tóku á móti Kanada í 8-liða úrslitum Þjóðadeildar Norður- og Mið-Ameríku í dag.

Jonathan David, eftirsóttur samherji Hákons Arnars Haraldssonar hjá Lille, skoraði eina markið í fyrri hálfleik til að taka forystuna fyrir gestina frá Kanada, sem voru sterkari aðilinn og komust nálægt því að tvöfalda forystuna.

Shamar Nicholson, leikmaður Clermont í Frakklandi, jafnaði fyrir Jamaíku snemma í síðari hálfleik, eftir stoðsendingu frá Daniel Johnson leikmanni Stoke City.

Kanada var áfram sterkari aðilinn á vellinum í síðari hálfleik, þar sem Jamaíka hélt boltanum vel en tókst ekki að skapa sér færi. Það var undir lok leiksins sem Stephen Eustaquio, leikmaður Porto, gerði sigurmark Kanada.

Jamaíka þarf því að sigra seinni leikinn á útivelli til að komast í undanúrslitin.

Fyrr í dag tók Hondúras á móti Mexíkó í 8-liða úrslitunum og uppskar óvæntan sigur.

Hondúras spilaði góðan leik og verðskuldaði 2-0 sigur, þar sem Lozano Colon og Bryan Rochez skoruðu mörkin.

Afar óvæntur sigur og verður spennandi að fylgjast með hvernig Mexíkó svarar á heimavelli.

Bandaríkin og Panama virðast líkleg til að tryggja sig í undanúrslitin eftir 3-0 sigra gegn Kosta Ríka og Trínídad & Tóbagó í fyrri leikjum 8-liða úrslitanna.

Seinni leikirnir fara fram þriðjudag og miðvikudag.

Jamaíka 1 - 2 Kanada
0-1 Jonathan David ('45)
1-1 Shamar Nicholson ('56)
1-2 Stephen Eustaquio ('86)

Hondúras 2 - 0 Mexíkó
1-0 Lozano Colon ('30)
2-0 Bryan Rochez ('72)
Athugasemdir
banner
banner
banner