Sadio Mané var á sínum stað í sterku byrjunarliði Senegal sem rúllaði yfir Suður-Súdan í undankeppni Afríkuþjóða fyrir HM 2026.
Mane lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Pape Matar Sarr, miðjumann Tottenham, á fyrstu mínútu og skoraði svo fimm mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Habib Diallo.
Idrissa Gueye, miðjumaður Everton, lagði upp þriðja mark Senegal undir lok fyrri hálfleiks og innsiglaði Mane sigurinn með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.
Lokatölur urðu 4-0 en liðin mættust í fyrstu umferð undankeppninnar. Edouard Mendy, Kalidou Koulibaly, Iliman Ndiaye og Moussa Niakhate voru meðal byrjunarliðsmanna Senegal.
Suður-Afríka lagði þá Benín að velli á meðan Tansanía vann útisigur í Níger.
Senegal 4 - 0 Suður-Súdan
1-0 Pape Matar Sarr ('1)
2-0 Sadio Mané ('6)
3-0 Lamine Camara ('45)
4-0 Sadio Mané ('56, víti)
Suður-Afríka 2 - 1 Benín
Níger 0 - 1 Tansanía
Athugasemdir