Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fös 18. desember 2020 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum leikmaður Man Utd tekur við Atlanta (Staðfest)
Gabriel Ivan Heinze er mættur í MLS-deildina
Gabriel Ivan Heinze er mættur í MLS-deildina
Mynd: Getty Images
Gabriel Ivan Heinze er tekinn við Atlanta United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Heinze átti magnaðan feril sem leikmaður en hann spilaði við góðan orðstír hjá félögum á borð við Paris Saint-Germain, Manchester United, Real Madrid, Marseille og Roma.

Hann lék þá 72 landsleiki og skorað mörk fyrir argentínska landsliðið en eftir leikmannaferilinn sneri hann sér að þjálfun.

Heinze entist aðeins í rúma þrjá mánuði í fyrsta starfi sínu sem þjálfari Godoy Cruz í heimalandinu en næst tók hann við Argentinos Juniors og kom hann liðinu upp um deild í fyrstu tilraun.

Hann sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið og tók við Velez. Hann náði ágætis árangri þar áður en hann hætti með liðið eftir síðasta tímabil.

Nú er hann tekinn við Atlanta United í MLS-deildinni en liðið vann síðast deildina árið 2018. Hann tekur við liðinu af Stephen Glass.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner