Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. janúar 2022 14:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Grindavík 
Kairo til Grindavíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík tilkynnti í dag að sóknarmaðurinn Kairo Edwards-John væri genginn í raðir félagsins.

Kairo kemur frá Þrótti Reykjavík en þar áður var hann hjá Magna. Í fyrra féll Þróttur úr Lengjudeildinni og tímabilið áður féll Magni úr sömu deild.

Kairo kemur til Grindavíkur í næstu viku. Hann er 22 ára gamall vængmaður sem getur einnig leikið sem framherji.

„Ég er mjög ánægður með að fá Kairo í til liðs við Grindavík. Hann er búinn að sanna sig í Lengjudeildinni, er kraftmikill og með eiginleika sem munu hjálpa okkur sóknarlega í sumar,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur.

Alls hefur Kairo skorað fjórtán mörk í 39 deildarleikjum hér á landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner