Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. janúar 2023 16:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brighton samþykkir tilboð Arsenal
Mynd: EPA
Arsenal og Brighton hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Leandro Trossard. Arsenal greiðir Brighton um 27 milljónir punda fyrir belgíska kantmanninn. Það er Alex Crook hjá talkSPORT sem greinir frá þessu.

Arsenal hefur verið í leit að leikmanni sem getur aukið breidd liðsins fram á við. Breiddin er ansi takmörkuð og hefur mikið álag verið á þeim Eddie Nketiah, Gabriel Martinelli og Bukayo Saka, sérstaklega eftir meiðsli Gabriel Jesus.

Arsenal ætlaði sér að fá Mykhaylo Mudryk frá Shakhtar en einhvern veginn endaði hann í Chelsea.

Þá hófst leit að öðrum kosti og var horft til Brighton þar sem Trossard er úti í kuldanum. Hann hefur ekki spilað með liðinu síðan það tapaði gegn Arsenal í lok desember. Alls hefur hann skorað sjö mörk í sautján leikjum með Brighton á tímabilinu.
Enski boltinn - London er rauð og það er Manchester líka
Athugasemdir
banner
banner