Nýliðar Ipswich taka á móti Englandsmeisturum Manchester City í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 á Portman Road í dag.
Jaden Philogene, sem gekk í raðir Ipswich frá Aston Villa á dögunum, er á bekknum og gæti þreytt frumraun sína.
Pep Guardiola, stjóri Man City, stillir upp öflugu liði. Ruben Dias er kominn aftur í vörnina og þá er Ederson í markinu í stað Stefan Ortega sem er á bekknum.
Ilkay Gündogan og Jeremy Doku koma einnig inn í liðið í stað Bernardo Silva og Savinho.
Ipswich: Walton, Johnson, Godfrey, O’Shea, Burgess, Davis, Morsy, Cajuste, Hutchinson, Clarke, Delap.
Man City: Ederson, Nunes, Akanji, Dias, Gvardiol, Kovacic, Gundogan, De Bruyne, Foden, Doku, Haaland
Athugasemdir