Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 19. febrúar 2021 10:15
Magnús Már Einarsson
Blæs á raddir um að Einherji verði ekki með í 3. deildinni
Bjartur Aðalbjörnsson og bróðir hans Heiðar.
Bjartur Aðalbjörnsson og bróðir hans Heiðar.
Mynd: Einherji
Bjartur Aðalbjörnsson, formaður Einherja á Vopnafirði, blæs á sögusagnir þess efnis að liðið verði ekki með í 3. deildinni í sumar.

Orðrómur hefur verið um að Einherji nái ekki að halda úti liði í sumar. Sami orðrómur var fyrir mót í fyrra en þá tóku Vopnfirðingar þátt og enduði í 9. sæti deildarinnar.

Einherji hefur spilað í 3. deildinni frá því árið 2014 og Vopnfirðingar ætla ekki að leggja árar í bát núna.

„Auðvitað má segja að það sé alltaf hætta á því í svona litlu bæjarfélagi - sérstaklega þegar við missum frá okkur heimamenn. En við verðum með, líkt og undanfarin ár," sagði Bjartur við Fótbolta.net í dag.

„Það allra mikilvægasta í þessu er að heimastrákarnir haldi tryggð við okkur því án þeirra erum við ekkert. Við erum með fínan kjarna sem við byggjum utan um og vonandi getum við farið að ganga frá þjálfaramálum en það gengur hægt. Við erum svosem öllu vön hér fyrir austan. "

Einherji auglýsti á dögunum eftir þjálfara fyrir bæði meistaraflokk karla og meistaraflokk kvenna, en stefnt er á að senda lið til keppni í 2. deild kvenna í ár eftir hlé.
Athugasemdir
banner
banner