Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 19. febrúar 2021 08:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Stefán Teitur sáttur með fyrsta markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson skoraði í gær sitt fyrsta mark fyrir Silkeborg. Það kom í 3-0 heimasigri á Kolding. Stefán lék þá í fyrsta sinn allan leikinn með Silkeborg.

Stefán er 22 ára Skagamaður sem gekk í raðir danska félagsins síðasta haust. Hann leikur sem miðjumaður.

Lestu um Stefán Teit:
„Ef þvotturinn klikkar þá hringir maður í mömmu á Facetime"

Markið skoraði Stefán með góðu skoti fyrir utan teig, markvörður Kolding stóð hreyfingarlaus í markinu þegar boltinn fór upp í hægra markhornið.

Stefán var til viðtals eftir leikinn sem birtist á heimasíðu félagsins. Viðtalið má sjá og hlusta á hér að neðan, þar má einnig sjá brot af því sem Stefán gerði í leiknum, þ.a.m. markið sem hann skoraði frá einu sjónarhorni.

„Þetta var góður leikur, auðvitað getum við bætt nokkra hluti en 3-0 er gott. Mér fannst þetta gott mark, ég tók manninn á og skaut. Þú skorar ekki nema þú skjótir," sagði Stefán Teitur.

Hann var þá spurður út í Helenius sem skoraði tvennu í öðrum leiknum í röð og einnig spurður út í næsta leik gegn Íslendingaliði Esbjerg.

Patrik Sigurður Gunnarsson er einnig leikmaður Silkeborg, hann gekk í raðir félagsins í janúar að láni frá Brentford. Patrik varði mark liðsins í gær í sínum öðrum leik og hefur hann haldið markinu hreinu í þeim báðum. Silkeborg er í 3. sæti dönsku B-deildarinnar sem stendur.


Athugasemdir
banner
banner
banner