Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mán 19. febrúar 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Everton og Palace: Henderson sest á bekkinn
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Everton tekur á móti Crystal Palace í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.

Sean Dyche gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliði Everton eftir 2-0 tap gegn Manchester City um síðustu helgi, þar sem Abdoulaye Doucouré kemur inn í liðið fyrir Jack Harrison.

Doucoure mun leika í holunni fyrir aftan Dominic Calvert-Lewin, sem er í fremstu víglínu með Ashley Young á hægri kanti og Dwight McNeil á vinstri.

Crystal Palace gerir þrjár breytingar frá tapi gegn Chelsea um síðustu helgi, þegar Roy Hodgson stýrði Palace í síðasta sinn.

Sam Johnstone ver markið í stað Dean Henderson sem hefur átt slaka leiki upp á síðkastið og sest á bekkinn. Þá byrjar Odsonne Edouard í sóknarlínunni fyrir Matheus Franca sem fer á bekkinn, á meðan Joel Ward kemur inn fyrir Will Hughes sem er ekki í hópnum.

Everton: Pickford, Godfrey, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko, Gueye, Garner, Doucoure, Young, McNeil, Calvert-Lewin.
Varamenn: Virginia, Lonergan, Patterson, Keane, Onana, Harrison, Beto, Chermiti, Dobbin.

Crystal Palace: Johnstone, Munoz, Ward, Andersen, Richards, Mitchell, Lerma, Wharton, Ayew, Edouard, Mateta
Varamenn: Henderson, Tomkins, Clyne, Riedewald, Ozoh, Ahamada, Raymond, Umeh, Franca
Athugasemdir
banner