Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Hugarburðarbolti GW 10 Hver er hinn fullkomni fantasy leikmaður?
Enski boltinn - Klippingin bíður betri tíma
Kjaftæðið - Aron Sig og Matti Villa ræddu Enska, sumarið og ferilinn!
Útvarpsþátturinn - KR, Liverpool og Kjærnested
Kjaftæðið - Stóra uppgjörið úr Bestu með Viktori Unnari
Hugarburðarbolti GW 9 Er orðið heitt undir Arne Slot ?
Uppbótartíminn - Nik kveður og félög skera niður
Enski boltinn - Man Utd stakk sér fram úr Liverpool
Kjaftæðið - KR ætlar að taka yfir Bestu deildina
Innkastið - KR eignaði sér Ísafjörð og sláin lék Blika grátt
Útvarpsþátturinn - Dómsdagur rennur upp í Bestu
Kjaftæðið - United menn enn á bleiku skýi og hvað gerist í Bestu?
Hugarburðarbolti GW 8 Fyrsti sigur Man Utd í tæp 10 ár á Anfield!
Enski boltinn - Loksins vinnur United á Anfield og Postecoglu rekinn
Kjaftæðið - Hvaða kjaftæði er í gangi í Bestu deildinni?
Innkastið - Brottrekstur Blika og yfirlýsingar á Hlíðarenda
Gunnar Vatnhamar - Færeyjar á flugi og annar Íslandsmeistaratitill
Kjaftæðið: Upphitun fyrir stóra helgi í boltanum!
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Útvarpsþátturinn - Lokabardagar Bestu deildarinnar
   mán 19. mars 2018 14:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Magnaðir Magnamenn - „Ævintýri að koma út á Grenivík"
Hjörtur Geir Heimisson markvörður og fyrirliði Magna.
Hjörtur Geir Heimisson markvörður og fyrirliði Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Heimir Ásgeirsson eigandi Eyjabita var gestur í útvarpsþættinum á laugardaginn.  Hér er hann í áhorfendabrekkunni á Grenivík.
Heimir Ásgeirsson eigandi Eyjabita var gestur í útvarpsþættinum á laugardaginn. Hér er hann í áhorfendabrekkunni á Grenivík.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni Grenivík leikur í Inkasso-deildinni í sumar eftir að hafa komist upp úr 2. deildinni síðastliðið haust. Rúmlega 350 manns búa á Grenivík en fótboltaáhuginn þar er mikill. Magni komst síðast upp í næstefstu deild árið 1978 og mikil spenna er fyrir sumrinu á Grenivík.

Hjörtur Geir Heimisson, markvörður og fyrirliði Magna, kíkti í heimsókn í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu á laugardag ásamt föður sínum Heimi Ásgeirssyni, eiganda Eyjabita, sem er einn af styrktaraðilum Magna.

„Þegar Magni var 100 ára árið 2015 þá ákváðum við að setja meiri kraft í þetta og þá fórum við upp úr 3. deildinni. Við ákváðum síðan að halda áfram," sagði Heimir í þættinum.

Frjálslegt og skemmtilegt
Meirihluta leikmanna Magna ólust upp hjá Þór og KA en þeir hafa margir hverjir spilað á Grenivík í mörg ár og orðið harðir Magnamenn."

„Það hefur farið orð af félaginu að það sé gaman að æfa þar. Það er ævintýri að koma út á Grenivík. Þetta er frjálslegt og skemmtilegt," sagði Hjörtur.

„Ef maður horfir á Norðurlandið sem heild þá er mikið af strákum á Akureyri. Þetta er 15 þúsund manna samfélag og það er æft við mjög góðar aðstæður í Boganum í góðum yngri flokkum. Það er mikið af efnivið. Við vitum að það hjálpar liðum eins og Magna, Dalvík, KF og Völsung því að þessir strákar þurfa að spila. Það verða ekki allir í Þór og KA," sagði Heimir.

Páll Viðar Gíslason, fyrrum þjálfari Þórs, tók við Magna fyrir síðasta tímabil og hann fór upp með liðið.

„Við erum með mjög góðan þjálfara í Palla. Við náðum að snúa upp á hendina á honum á karlakvöldinu og hann framlengdi við okkur um tvö ár. Það má kannski ekki útvarpa því klukkan hvað það var," sagði Heimir og hló.

Nýir klefar, stúka og skemmtileg myndbönd
Í vetur var tilkynnt að Magni fái vallarhús með búningsklefum og þá þarf ekki lengur að loka sundlauginni á Grenivík þegar leikir fara fram vegna klefamála líkt og undanfarin ár.

„Þetta verður ekki komið í notkun í sumar en þetta er stálgrindarhús sem á að reisa. Sveitarfélagið er meðvitað um þetta og við erum að auglýsa samfélagið," sagði Heimir en einnig er fyrirhugað að byggja áhorfendastúku á Grenivík.

Magnamenn hafa meðal annars vakið athygli fyrir skemmtileg myndbönd í kringum leikmannakynningar og fleira. „Þetta er partur af því að rífa umgjörðina upp á næsta level. Við viljum skapa okkur nafn," sagði Hjörtur.

Hlustaðu á viðtalið hér að ofan til að fræðast meira um ævintýri Magna.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner