Falur Orri Guðmundsson, Finnur Valdimar Friðriksson og Victor Gauti Jóhannsson munu allir spila með Víði í Garði í 3. deildinni í sumar.
Falur er fæddur árið 2001 og kom til félagsins frá Keflavík fyrir tveimur árum.
Hann á 2 leiki í Lengjudeildinni með Keflavík en hefur spilað 25 leiki fyrir Víði á síðastliðnum tveimur árum. Hann hefur nú framlengt samning sinn við félagið og mun spila með því í sumar.
Þá hefur félagið fengið tvo leikmenn sem voru að koma upp úr 2. flokki en það eru þeir Victor Gauti og Finnur Valdimar.
Finnur Valdimar spilaði með sameiginlegu liði Njarðvíkur og Grindavíkur í 2. flokki en hefur nú skipt yfir í Víði. Victor spilaði með 2. flokki Hauka og lék þá einnig í yngri flokkum FJölnis.
Síðasta haust hafnaði Víðir í 4. sæti í 3. deildinni.
Athugasemdir