Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   mið 19. mars 2025 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti fylgist með Nico Páz - Huijsen kostar 50 milljónir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti þjálfari Real Madrid veit að framtíð félagsins er afar björt. Hann var spurður út í sóknartengiliðinn unga Nico Páz í dag, sem leikur á láni hjá Como í ítalska boltanum og er í algjöru lykilhlutverki þar.

Páz er 20 ára gamall og hefur komið að 12 mörkum í 27 leikjum í Serie A. Como vill kaupa hann, en ólíklegt er að Real Madrid leyfi honum að fara.

„Nico Páz er okkar leikmaður og við fylgjumst náið með gangi mála hjá honum meðan hann spilar í ítalska boltanum. Við munum taka ákvörðun varðandi framtíð hans í lok tímabils," sagði Ancelotti. „Hann er að gera frábæra hluti hjá Como og það kemur okkur ekki á óvart. Við bjuggumst við þessu, þetta er frábær leikmaður."

Á fundinum var einnig rætt um varnarmennina Raúl Asencio og Dean Huijsen. Asencio er að gera nýjan samning við Real Madrid á meðan Huijsen gæti verið á leiðinni frá Bournemouth.

Asencio er að skrifa undir langtímasamning við Real á meðan Huijsen myndi kosta 50 milljónir punda samkvæmt riftunarákvæði í samningi hans.

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano telur miklar líkur á því að miðvörðurinn efnilegi Huijsen verði seldur fyrir riftunarverðið í sumar.

„Sergio Ramos er besti miðvörður sögunnar að mínu mati. Hann er mín stærsta og helsta fyrirmynd í fótboltaheiminum. Hann býr yfir öllu sem þarf til að ná árangri. Hann er algjör goðsögn," segir Dean Huijsen, sem er talinn sérlega áhugasamur um að fara til Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner