Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   mið 19. mars 2025 23:16
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Árborg sigraði í níu marka leik gegn Ægi
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árborg 5 - 4 Ægir
1-0 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('9 )
2-0 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('15 )
2-1 Jordan Adeyemo ('25 )
3-1 Aron Freyr Margeirsson ('35 )
3-2 Ísak Leó Guðmundsson ('59 , Sjálfsmark)
3-3 Jordan Adeyemo ('60 )
3-4 Aron Daníel Arnalds ('61 )
4-4 Þormar Elvarsson ('68 )
5-4 Aron Freyr Margeirsson ('75 )

Árborg og Ægir áttust við í æsispennandi nágrannaslag í eina leik kvöldsins í Lengjubikarnum.

Liðin áttust við á Selfossi þar sem heimamenn í Árborg áttu frábæran fyrri hálfleik og leiddu 3-1.

Kristinn Ásgeir Þorbergsson skoraði tvö á fyrsta stundarfjórðungi leiksins áður en Jordan Adeyemo minnkaði muninn.

Aron Freyr Margeirsson tvöfaldaði forystu heimamanna á ný og leiddi Árborg 3-1 í leikhlé. Gestirnir úr Þorlákshöfn gerðu tvöfalda skiptingu í leikhlé og tókst þeim að snúa stöðunni við með þremur mörkum á ótrúlegum þriggja mínútna kafla.

Samkvæmt leikskýrslu KSÍ tókst gestunum að snúa stöðunni úr 3-1 í 3-4 á nokkrum mínútum, þar sem Ísak Leó Guðmundsson fyrirliði Árborgar gerði sjálfsmark áður en Jordan bætti öðru markinu sínu við til að jafna og Aron Daníel Arnalds tók forystuna.

Leikmenn Árborgar brugðust furðulega vel við að fá þessa blautu tusku í andlitið og tókst þeim að finna innri styrkinn til að svara fyrir sig með tveimur mörkum.

Þormar Elvarsson og Aron Freyr Margeirsson skoruðu sitthvort markið til að snúa stöðunni í 5-4, sem urðu lokatölur.

Ótrúleg þrautseigja skilaði Árborg sigri í þessum leik í B-deild Lengjubikarsins. Árborg lýkur því riðlakeppni með 6 stig eftir 5 umferðir, á meðan Ægismönnum mistekst að hirða toppsætið. Þeir ljúka keppni með 9 stig.

Árborg Stefán Blær Jóhannsson (m), Ísak Leó Guðmundsson, Sveinn Kristinn Símonarson (83'), Jökull Hermannsson (69'), Sigurjón Reynisson (69'), Sigurður Óli Guðjónsson, Kristinn Ásgeir Þorbergsson, Þormar Elvarsson, Aron Freyr Margeirsson, Aron Darri Auðunsson (69'), Adam Örn Sveinbjörnsson
Varamenn Jón Þór Sveinsson, Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (69'), Þorvarður Hjaltason (83'), Magnús Hilmar Viktorsson, Þorkell Þráinsson (69'), Birkir Óli Gunnarsson, Kristinn Sölvi Sigurgeirsson (69')

Ægir Andri Þór Grétarsson (m), Stefan Dabetic, Arnar Páll Matthíasson (46'), Anton Breki Viktorsson, Aron Fannar Hreinsson, Atli Rafn Guðbjartsson, Jordan Adeyemo, Ivan Rodrigo Moran Blanco, Aleksa Ivanovic (46'), Benedikt Darri Gunnarsson, Bjarki Rúnar Jónínuson
Varamenn Þórður Marinó Rúnarsson, Jón Jökull Þráinsson (46), Aron Daníel Arnalds (46), Andi Morina, Aron Óskar Þorleifsson (m)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner