Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   þri 19. apríl 2022 22:58
Arnar Laufdal Arnarsson
Ísak Snær: Mikilvægt að byrja mótið svona
Frábær í kvöld
Frábær í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísak Snær Þorvaldsson var frábær í 4-1 sigri Blika er þeir unnu Keflvíkinga sannfærandi í 1. umferð Bestu deildarinnar en Ísak skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, bæði með skalla.

„Mjög mikilvægt að byrja mótið svona, setur svona standardinn hvar við ætlum að enda í sumar og síðan förum við auðvitað bara með þessa frammistöðu inn í næsta leik," sagði Ísak í viðtali eftir leik.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Keflavík

Ísak skoraði tvö góð skallamörk í leiknum.

„Ef ég skora þá er það yfirleitt með skalla þótt ég sé kannski ekkert þekktur fyrir að skora," sagði Ísak léttur.

„Mér fannst við byrja mjög vel og stjórnuðum leiknum svo slokknaði aðeins á okkur í seinni og við förum bara inn í næsta leik með fullum krafti líkt og við gerðum í fyrri hálfleik hér í dag."

Ísak er kannski meira þekktur fyrir að leika á miðri miðjunni en hefur verið að leika úti vinstra megin á kantinum.

„Mér finnst þetta mjög fínt, var stundum að spila þessu stöðu þegar ég var erlendis en þegar ég var með yngri landsliðunum þá var ég aðallega á miðjunni. Mér líður vel í báðum stöðum."  

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner