Ísak Snær Þorvaldsson var frábær í 4-1 sigri Blika er þeir unnu Keflvíkinga sannfærandi í 1. umferð Bestu deildarinnar en Ísak skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, bæði með skalla.
„Mjög mikilvægt að byrja mótið svona, setur svona standardinn hvar við ætlum að enda í sumar og síðan förum við auðvitað bara með þessa frammistöðu inn í næsta leik," sagði Ísak í viðtali eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 1 Keflavík
Ísak skoraði tvö góð skallamörk í leiknum.
„Ef ég skora þá er það yfirleitt með skalla þótt ég sé kannski ekkert þekktur fyrir að skora," sagði Ísak léttur.
„Mér fannst við byrja mjög vel og stjórnuðum leiknum svo slokknaði aðeins á okkur í seinni og við förum bara inn í næsta leik með fullum krafti líkt og við gerðum í fyrri hálfleik hér í dag."
Ísak er kannski meira þekktur fyrir að leika á miðri miðjunni en hefur verið að leika úti vinstra megin á kantinum.
„Mér finnst þetta mjög fínt, var stundum að spila þessu stöðu þegar ég var erlendis en þegar ég var með yngri landsliðunum þá var ég aðallega á miðjunni. Mér líður vel í báðum stöðum."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.