Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   þri 19. apríl 2022 22:58
Arnar Laufdal Arnarsson
Ísak Snær: Mikilvægt að byrja mótið svona
Frábær í kvöld
Frábær í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísak Snær Þorvaldsson var frábær í 4-1 sigri Blika er þeir unnu Keflvíkinga sannfærandi í 1. umferð Bestu deildarinnar en Ísak skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, bæði með skalla.

„Mjög mikilvægt að byrja mótið svona, setur svona standardinn hvar við ætlum að enda í sumar og síðan förum við auðvitað bara með þessa frammistöðu inn í næsta leik," sagði Ísak í viðtali eftir leik.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Keflavík

Ísak skoraði tvö góð skallamörk í leiknum.

„Ef ég skora þá er það yfirleitt með skalla þótt ég sé kannski ekkert þekktur fyrir að skora," sagði Ísak léttur.

„Mér fannst við byrja mjög vel og stjórnuðum leiknum svo slokknaði aðeins á okkur í seinni og við förum bara inn í næsta leik með fullum krafti líkt og við gerðum í fyrri hálfleik hér í dag."

Ísak er kannski meira þekktur fyrir að leika á miðri miðjunni en hefur verið að leika úti vinstra megin á kantinum.

„Mér finnst þetta mjög fínt, var stundum að spila þessu stöðu þegar ég var erlendis en þegar ég var með yngri landsliðunum þá var ég aðallega á miðjunni. Mér líður vel í báðum stöðum."  

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner