Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
Dóri Árna: Geðveikt íslenskt hugarfar að halda það
Jóhann Kristinn: Yngri flokka mistök sem eru að endurtaka sig
Einar Guðna: Þetta var flottur leikur
Thelma Lóa: Þrenna, stoðsending en var ókunnugt um gula spjaldið
Nik Chamberlain: Þetta var geggjaður leikur
Guðni Eiríks: Það er eitthvað í blóðinu hjá Hemma og Rögnu Lóu
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
   þri 19. apríl 2022 22:58
Arnar Laufdal Arnarsson
Ísak Snær: Mikilvægt að byrja mótið svona
Frábær í kvöld
Frábær í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísak Snær Þorvaldsson var frábær í 4-1 sigri Blika er þeir unnu Keflvíkinga sannfærandi í 1. umferð Bestu deildarinnar en Ísak skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, bæði með skalla.

„Mjög mikilvægt að byrja mótið svona, setur svona standardinn hvar við ætlum að enda í sumar og síðan förum við auðvitað bara með þessa frammistöðu inn í næsta leik," sagði Ísak í viðtali eftir leik.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Keflavík

Ísak skoraði tvö góð skallamörk í leiknum.

„Ef ég skora þá er það yfirleitt með skalla þótt ég sé kannski ekkert þekktur fyrir að skora," sagði Ísak léttur.

„Mér fannst við byrja mjög vel og stjórnuðum leiknum svo slokknaði aðeins á okkur í seinni og við förum bara inn í næsta leik með fullum krafti líkt og við gerðum í fyrri hálfleik hér í dag."

Ísak er kannski meira þekktur fyrir að leika á miðri miðjunni en hefur verið að leika úti vinstra megin á kantinum.

„Mér finnst þetta mjög fínt, var stundum að spila þessu stöðu þegar ég var erlendis en þegar ég var með yngri landsliðunum þá var ég aðallega á miðjunni. Mér líður vel í báðum stöðum."  

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner