Það er ekki mikil ánægja hjá Barcelona með leikjaplanið en liðið spilaði gegn Celta Vigo klukkan 14:15 í dag.
Hansi Flick var alls ekki ánægður með ákvörðun spænsku deildarinnar að láta liðið spila svona snemma eftir leik liðsins gegn Dortmund í Meistaradeildinni í vikunni.
Hansi Flick var alls ekki ánægður með ákvörðun spænsku deildarinnar að láta liðið spila svona snemma eftir leik liðsins gegn Dortmund í Meistaradeildinni í vikunni.
„Við höfum engan tíma til að hvílast og ég vil ræða þetta við þá sem bera ábyrgð. Þeir vita ekkert hvernig þetta er, allar deildir vernda félögin í Meistaradeildinni, sérstaklega í undanúrslitum en ekki La Liga. Þetta er ótrúlegt," sagði Flick.
Barcelona sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið og segist ætla að senda kvörtun til spænsku deildarinnar.
„Við styðjum frásögn þjálfarans og tökum heilshugar undir hana. Stjórnvöld í spænska boltanum ættu að taka meira tillit til liðs, eins og okkar, sem taka þátt í öllum þremur keppnum á síðasta hluta tímabilsins," segir í yfirlýsingu frá félaginu.
Athugasemdir