Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   lau 19. apríl 2025 19:08
Brynjar Óli Ágústsson
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Frábær tilfinning, geggjað að vinna og fyrri hálfleikurinn okkar var mjög góður að mínu mati,'' segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 1-0 sigur gegn FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 FH

„Við spiluðum frábæran fótbolta og gátum haldið boltanum og hugsanlega kannski átt að vera aðeins meira en 1-0 í hálfleik, en svoleiðis er það, bikarinn er bara þannig að hann hefur mörg andlit og margar hliðar og við fengum að kynnast því í seinni hálfleik því FH-ingar komu gríðarlega sterkir út eins og við bjuggumst við,''

Mathias, markvörður FH-inga, varði frá Vuk Oskar þegar hann fór á vítapunktinn.

„Hann er búinn að vera frábær á vítalínunni á æfingum þegar menn hafa verið að prófa þetta. Verst að helvítið hann Kristján Finnbogason (markmannsþjálfari FH) hann þekkir allar vítaskyttur á landinu betur heldur en nokkur annar og ég var ekki búinn að hugsa þetta fyrir leikinn. Stjáni lét markmanninn sinn veðja á rétt horn.''

„Ekki oft sem úrvaldsdeildafélög lenda gegn hvort öðru svona snemma í keppninni. Fyrir okkur að komast áfram er bara gríðalega mikilvægt að fá allavega einn leik í viðbót, svo verðum við bara að sjá kemur upp úr hattinum í vikunni,''

„Það er bara eitt markmið í Mjólkurbikarnum, ég held að öll lið fari inn í bikarkeppni til að vinna það og það er ekkert öðruvísi með okkur,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner